Miklar breytingar á tónlistarmörkuðum


IFPI og fleiri stofnanir safna saman tölum um tónlistargeirann á heimsvísu og ljóst er að hann er á mikilli breytingu. En breytingarnar eru mismunandi eftir framsetningu og landssvæðum, hér eru helstu tölur um stöðu markaða.

Töflur og gröf

Stærstu tónlistarmarkaðir heims eru Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Bretland og Frakkland (heimild: Global music industry market share data IFPI, 2014)

Markaður US $ (milljónir) Hluti af heild
Bandaríkin 4898,3 32,7%
Japan 2627,9 17,6%
Þýskaland 1404,8 9,4%
Bretland 1334,6 8,9%
Frakkland 842,8 5,6%

Íslensk tónlist hefur náð mestri athygli að flestu leyti innan Bandaríkjanna, Þýskalands og Bretlands. Eins og má sjá á myndinni hér fyrir neðan er uppsetning markaðar á þessum stöðum mjög mismunandi. Þýskalandsmarkaður er enn mjög CD drifinn, og er sala á þeim enn 70% af tekjum markaðarins. Hinsvegar hefur stafræn sala yfirtekið geisladiskasölu í Bandaríkjunum og Bretlandi fyrir nokkrum árum og er þróunin í öllum þessum löndum að bláa kakan er að minnka ört. (heimild: Global music industry market share data IFPI, 2014). Flytjendagjöld eru lítil sem engin í Bandaríkjunum.

Screenshot 2016-02-11 17.22.32

 

Hér eru nýlegar tölur frá IFPI Digital Music Report 2015 um breytingar á markaði.

 

 Heildar tekjur á heimsvísu eftir tegund: 2013 & 2014 (milljarðar US$) (IFPI, 2015)
2013 hlutdeild 2013 virði 2014 hlutdeild 2014 virði % Breyting
Físísk sala (CD) 49% 7.42 46% 6.82 -8.1%
Stafræn sala / streymi 43% 6.41 46% 6.85 +6.9%
Lifandi flutningur 6% 0.88 6% 0.95 +8.3%
Sync 2% 0.32 2% 0.35 +8.4%
Heildar markaðsvirði 15.03 14.97 -0.4%

 

 

 Tekjur á mismunandi mörkuðum (milljarðar US$) (IFPI, 2015)
2013 2014 % Breyting
Asía 3.45 3.33 -3.6%
Evrópa 5.37 5.36 -0.2%
Rómanska Ameríka 0.49 0.53 +7.3%
Norður Ameríka 5.19 5.24 +1.1%

 

Áskriftagjald á streymi: heildaterkjur (milljarðar US$) og áætlaður fjöldi borgandi áskrifenda 2010 – 2014 (IFPI, 2015)

2010 2011 2012 2013 2014 13/14 % breyting
Tekjur af áskriftargjaldi á streymi 0.32 ma 0.45 ma 0.73 ma 1.13 ma 1.57 ma 39%
Fjöldi borgandi áskrifenda 8 m 13 m 20 m 28 m 41 m +46.4%

 

Þessar tölur eru að mörgu leiti sláandi. Tónlistarmarkaðurinn á heimsvísu er enn að minnka, eins og þróunin hefur verið síðastliðin ár. Hinsvegar er þessi minnkun að öllu leyti drifin af minnkandi geisladiskasölu. Það er í raun mikil gróska á öllum öðrum sviðum: stafræn sala, sync og lifandi flutningur á tónlist. Þess má geta að stafræn sala og streymi er sett í sama flokk, en stafræn sala (kaup á stafrænum lögum) er að mestu leyti að minnka og er streymi að taka við sem aðal neysluvenja tónlistarunnenda. Eins og má sjá á síðustu töflunni þá jókst magn greiðandi áskrifenda á streymi um 46,6%, og tekjur af streymi um 39%. Þessi þróun er samt sem áður mismunandi eftir löndum. Hér eru nokkur lönd tekin sem dæmi.

Screenshot 2016-02-15 14.32.42

Hvað markaði varðar þá er evrópsku og asísku markaðirnir að minnka en sá bandaríski og rómansk-ameríski að vaxa.

Annað sem vert er að athuga að indie útgáfufyrirtæki eru í vexti hvað varðar eignarhald á tónlist (stórar útgáfur (e. major labels) eiga enn flestar dreifileiðir á tónlist). Heimild: Nielsen Soundscan. Nielsen Music Statistics

Screenshot 2016-02-15 14.23.05

Hvað segir þetta okkur?

  • Þeir sem fá mikið af tekjum sínum frá geisladiskasölu í Þýskalandi mega eiga von á að það tekjustreymi muni minnka á næstu árum
  • Enn meiri áherslu þarf að setja á stafræna dreifingu á tónlist, sérstaklega í Bandaríkjunum
  • Bandaríski markaðurinn er sá stærsti í heimi, næstum því tvöfalt stærri en næst stærsti markaðurinn, Japan.
  • Tekjur frá sync (+8,4%), lifandi flutning á tónlist (+8,3%), og stafræn sala á tónlist/streymi (+6,9%) eru tekjustraumar í vexti, ólíkt geisladiskasölu (-8,1%)
  • Það væri ekki al galið að gera stefnumiðaða markaðssetningu sem miðaði að sync geiranum og þá í Bandaríkjunum sérstaklega
  • Allur vöxtur á mörkuðum má rekja til aukinnar stafrænnar sölu og dreifingu (heimild: IFPI Digital Music Report 2015)

Lesa meira (IFPI Digital Music Report 2015)

Algeng spurning sem fólk velti fyrir sér er afhverju þýski markaðurinn enn með svona litla stafræna sölu. Svarið sem er oftast gefið er að fólk gerir sér ekki grein fyrir því að internet í Þýskalandi er frekar lélegt, þá bæði eitt það hægasta í vestur Evrópu og einnig er það illa dreift. Fólk sem vill hlusta á tónlist getur ekki reitt sig á wifi eða 4G á sama máta og við hér á Íslandi. Margir hafa getið sér til að ef internet þjónusta í Þýskalandi batni þá munu neysluvenjur Þjóðverja hvað tónlist varða umturnast mikið.

Annað sem má draga úr þessum upplýsingum er aðeins öðruvísi nálgun á markaðfræðihluta tónlistar. Ef þú ert til dæmis að einblína á Norðurlönd þar sem stærsti hluti neytanda hlusta á tónlist í gegn um streymi, þá værir þú með aðeins öðruvísi nálgun en til dæmis í Þýskalandi. Þannig myndi öll kynningarvinna þín í Þýskalandi beinast að því að kaupa plötu frá þér (og auðvitað verður þú að vera með dreifingu í Þýskalandi) en kynningarvinna í Norðurlöndunum væri með meiri áherslu á að stýra fólk að streymiveitum (athugið einnig að lang flest tónlistarmyndbönd á YouTube eru ekki aðgengileg þeim sem eru í Þýskalandi, munið að kynna aldrei YouTube tónlistarmyndband í Þýskalandi á neinn hátt nema þið séuð viss að það sé aðgengilegt þar).