Laust borð á Hlemmi


ÚTÓN er ásamt fleirum hluti af skemmtilegum tónlistarklasa á Hlemmi sem heitir Setur skapandi greina og er á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar. Einstaklingar og fyrirtæki sem eru að vinna í tónlistartengdum verkefnum hafa hér aðstöðu. Íslensk tónverkamiðstöð, Reykjavík Tónlistarborg, Stelpur Rokka og fleiri eru nú þegar með pláss hér, en nokkur borð eru laus. Einstaklingar sem eru að vinna í utanumhaldi um tónlistarverkefni eru velkomnir að sækja um borð en aðeins þrjú eru í boði og er verði þeirra mjög stillt í hóf. Innifalið er net, kaffi og félagsskapur, tengingar og fræðsla í tónlistarklasanum.

Sækið um hér.