Umsóknarfrestur til að koma fram á Iceland Airwaves rennur út 14. ágúst


Iceland Airwaves hátíðin verður haldin hátíðleg í 20. sinn í nóvember næstkomandi. Hátíðin hefur stimplað sig inn sem ein besta leið fyrir íslenska tónlistarmenn til þess að spila tónlist sína fyrir alþjóðlegan áhorfendahóp, þar á meðal lykil aðila úr tónlistargeiranum.

Til þess að spila á hátíðinni þarf að sækja um hér. Umsóknarfrestur er 14. ágúst.