Úthlutun úr Útflutninssjóði íslenskrar tónlistar – júní 2018


Í þetta sinn voru það fjögur verkefni sem hlutu ferðastyrki út Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar.

Stærsta styrkinn hlaust Íslandsdeild Ung Nordisk Musik en sjö manns fara á UNM hátíðina í Bergen Noregi: Bára Gísladóttir, Gísli Magnússon, Gylfi Gudjohnsen, Inga Magnes Weisshappel, Ingibjörg Friðriksdóttir, Unnur Fjóla Evans og Örnólfur Eldon Þórsson. UNM fékk samtals 350.000 kr. ferðastyrk.

Einar Scheving, Högni Egilsson og fjöllistahópurinn S.L.Á.T.U.R hlutu hvor um sig 200.000 kr. ferðastyrk. Einar fór á JazzAhead hátíðina í Bremen og spilaði þar með hljómsveit sinni, Högni Egilsson spilaði showcase tónleika í Brighton á Great Escape hátíðinni. Fjórir aðilar úr S.L.Á.T.U.R halda til Ástralíu í september og október og munu Áki Ásgeirsson, Jesper Pedersen, Páll Ivan frá Eiðum og Þráinn Hjálmarsson starfa með nemendum Monash-háskólans að þeirra eigin listsköpun og blása til tónlistarviðburða í Melbourne.

Við óskum styrkhöfum innilega til hamingju.