Styrkir og sjóðir


ÚTÓN sér um umsýslu fyrir sjóðina Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og Reykjavík Loftbrú. Það er grundvallarmunur á þessum tveimur sjóðum: mismunandi kröfur til umsækjenda, mismunandi umsóknareyðublöð, önnur stjórn og aðrir bakhjarlar.

Vinsamlegast athugið að ef þið hafið spurningar um Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar er hægt að nálgast umsjónaraðila á utflutningssjodur [hjá] icelandmusic.is.

Til þess að hafa samband við Loftbrú sendið línu á loftbru [hjá] gmail.com.

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar, veitir ferðastyrki mánaðarlega og markaðsstyrki ársfjórðungslega. Ferðastyrkirnir eru veittir í formi peninga, miðað við 50.000 kr. á hljómsveitarmeðlim. Leyfilegt er að taka 1 aðstoðarmann í ferðina. Þá er átt við umboðsmann eða hljóðmann. Sjóðurinn er fjármagnaður af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Athugið að fjárhagsáætlun þarf að fylgja umsókn.

Lestu meira og sæktu um hér.

 

Reykjavík Loftbrú

ÚTÓN sér um umsýslu fyrir Reykjavík Loftbrú fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Icelandair, STEF og FÍH og FHF. Reykjavík Loftbrú er ætluð til þess að styðja við bakið á íslensku tónlistarfólki sem vill hasla sér völl á erlendri grundu og kynna um leið Reykjavík, land og þjóð. Í stofnun sjóðsins felst viðurkenning á hlut tónlistar og lista í kynningu á Reykjavík sem nútímalegrar tónlistar- og menningarborgar og  spennandi viðkomustaðar ferðamanna.

Stjórn Reykjavíkur Loftbrúar samþykkti á stjórnarfundi sínum í febrúar 2018 að framlengja starfstíma sjóðsins með breyttum áherslum til desember 2018.

Sú breyting hefur orðið á sjóðnum að Reykjavík Loftbrú veitir nú ferðastyrki að andvirði 2 m.kr. hver til allt að fimm verkefna sem styrkþegar fá í formi gjafabréfs sem hægt er að nota til að kaupa flugferðir með Icelandair. Fyrsta úthlutun fer fram í maí á þessu ári en undir lok ársins verður tekin ákvörðun um hvort sjóðurinn haldi áfram að starfa með þessu breytta sniði.

Lestu meira hér.

 

Aðrir styrkir

Ef þú ert ekki að fara í tónleikaferðalag, né ert að fara að markaðssetja útgáfu, þá getur verið að hvorki Útflutningssjóður né Reykjavík Loftbrú eiga við þig. Það er samt nóg um styrki til þess að sækja um og er hægt að nálgast góðan lista yfir þá styrki sem eru í boði fyrir tónlistarmenn hér.

 

Svör við algengum spurningum
  • Ekki er hægt að veita afslátt á flugmiðum sem þegar hafa verið keyptir, ef styrkur frá Reykjavík Loftbrú hlýst eftir kaupin.
  • Þú þarft ekki að skila inn staðfestingu á tónleikahaldi þegar sótt er um ÚÍT.
  • Þú þarft ekki að skila inn fjárhagsáætlun þegar sótt er um Reykjavík Loftbrú.
  • Það þarf að borga hefðbundinn tekjuskatt af næstum öllum styrkjum, sjá hér.
  • Hér getur þú lesið um fjárhagsáætlanagerð vegna ferðastyrkja úr Útflutningssjóði.