Þjónusta


ÚTÓN veitir margvíslega þjónustu við tónlistarmenn og aðila í tónlistarbransanum.

Fróðleikur

ÚTÓN miðlar alls kyns gagnlegum upplýsingum um styrki, kynningu, upplýsingar um erlenda markaði og margt fleira. Bæði erum við með ákveðna “gagnabanka” sem er hægt að sækja upplýsingar, þá sérstaklega Verkfærakistuna, sem gefur ákveðið yfirlit yfir skipulagningu tónlistargeirans, Vegvísinn, þar sem er farið yfir helstu markaðssvæði og lykil aðila í tónlistargeiranum á hverju svæði, og svo Tónleikastaðir í Evrópu, þar sem eru útlistaðir allir helstu tónleikastaðir þar sem íslenskir tónlistarmenn hafa spilað á erlendis til að aðstoða við skipulagningu á eigin tónleikaferðalögum. Fyrir utan það birtast reglulega greinar um allt sem snýr að viðskiptahlið tónlistargeirans.

 

Icelandmusic.is

ÚTÓN rekur heimasíðuna www.icelandmusic.is en sú síða fær heimsóknir frá öllum heimshornum og er sérstaklega ætluð til að fræða erlenda aðila um það sem er að gerast í íslenskri tónlist. Markhópurinn eru fagaðilar í tónlistargeiranum og áhugamenn um íslenska tónlist. Einnig er sent út netfréttabréf reglulega á tugþúsunda aðila sem hafa sérstakan áhuga á íslenskri tónlist.

 

Styrkir

ÚTÓN tekur við umsóknum um Reykjavík Loftbrú og Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar. Hægt er að sækja um báða styrki á uton.is, og ráðgjöf er veitt í gegn um netfangið utflutningssjodur@icelandmusic.is og loftbru@gmail.com.

Umsóknarfrestur fyrir ferðastyrki Útflutningssjóðs og Loftbrú er fyrir 1. hvers mánaðar. Markaðsstyrkir eru úthlutaðir ársfjórðungslega.

 

Ráðgjöf

Ef þörf er á enn dýpri þekkingu og ráðgjöf er hægt að bóka viðtalstíma starfsfólki ÚTÓN. Tímarnir eru yfirleitt hálftími í senn.

Endilega hafið samband við okkur annað hvort í gegn um tölvupóstfangið hello@icelandmusic.is eða í Facebook hópnum okkar.