ÚTÓN VERÐUR TÓNLISTARMIÐSTÖÐ
– nýr vefur: Tonlistarmidstod.is
Hægt er að sækja um ferðastyrki hér>>
Fréttir af starfi ÚTÓN
Ertu tilbúin í útflutning?
ERTU EXPORT READY?
Öll útflutningsverkefni sem ÚTÓN styður við þurfa að falla undir skilgreininguna “export ready" sem þýðir að þau hafa útgefið efni, reynslu á að flytja lifandi tónlist og hafa aðgengilegt kynningarefni á netinu.
LESA MEIRA >>Á HVAÐA MARKAÐ VILTU FARA?
Það er mikilvægt að skilja hvar er markaður fyrir tónlistina þína. Kynnist helstu tónlistarmörkuðum í heimi hér í vegsvísi um erlenda markaði í tónlist.
LESA MEIRA >>ERTU KLÁR Í SHOWCASE?
Showcase tónlistarhátíðir eru frábrugðnar hefðbundnum hátíðum að því leiti að stór hluti tónleikagesta eru aðilar úr alþjóðlega tónlistariðnaðinum. Best er að mæta vel undirbúin á slíkar hátíðir til að geta nýtt þær sem stökkpall fyrir alþjóðlegan feril í tónlist.
LESA MEIRA >>
Fáðu styrk í útflutning frá Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar
Búið er að opna fyrir umsóknir um ferðastyrk úr Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar. Ferðastyrkir er veittir mánaðarlega.
Markaðsstyrkir eru ætlaðir til þess að gera tónlistarmönnum kleift að framkvæma stærri kynningarverkefni á erlendum markaði.
Miðlar ICELAND MUSIC
ÚTÓN heldur úti vörumerki Iceland Music sem vettvang til að kynna íslenska tónlist erlendis. Mikilvægustu tólin eru samfélagsmiðlar, lagalistar, og Iceland Music LIVE listi sem birtir tónleika íslensks tónlistarfólks erlendis.
Lagalistarnir okkar eru eitt mikilvægasta tól sem ÚTÓN býr yfir til að kynna íslenska tónlist á alþjóðamörkuðum.
Iceland Music LIVE er listi yfir alla íslenska tónlist haldna á erlendum vettvangi og uppfærist sjálfkrafa.
Iceland Music heldur úti fréttabréfi og samfélagsmiðlum með fréttum af starfi íslensk tónlistarfólks á erlendri grundu.
Tónlistarumhverfið á Íslandi
Fyrir þau sem eru ekki tilbúin í útflutning, þá mælum við með að kynnast tónlistarumhverfinu hér á landi betur:
Tónatal er fræðsluverkefni tónlistarsamfélagsins á Íslandi sem miðar að því að auka þekkingu tónlistarfólks á stuðningsumhverfi sínu og tækifærum. Lesa meira
Finndu tónleikastaði, vinnustofur, útgáfufyrirtæki, hátíðir, fjölmiðlafyrirtæki og fleira í þessari skrá yfir tónlistarfyrirtæki á Íslandi.