Ferðastyrkir – Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar

 

FERÐASTYRKIR – VEITTIR MÁNAÐARLEGA

Ferðastyrkir eru veittir til tónleikahalds erlendis eða þátttöku í viðburðum erlendis sem miða að því að fjölga tækifærum og auka sýnileika utan Íslands. 

Ferðastyrkir:
– 75 þúsund kr. á einstakling innan Evrópu
– 100 þúsund kr. á einstakling utan Evrópu

Styrkir eru ekki veittir aftur í tímann en umsókn sem berst áður en ferðalag hefst verður tekin til umfjöllunar. Umsókn skal berast FYRIR 1. hvers mánaðar. Frá og með 1. júní 2024 verða ferðastyrkir veittir á tveggja mánaða fresti. Nánari upplýsingar verða veittar síðar.

Viðmið Útflutningssjóðs

Við mat á umsóknum um ferðastyrk litið til eftirfarandi atriða:

  • Er tónlistarmaðurinn/hópurinn tilbúinn fyrir útflutning (e. ‘export ready’)?

  • Mikilvægi tónleikanna/viðburðarins fyrir útflutning tónlistarinnar.

    • Takið fram ef um ‘showcase’ tónlistarhátíð er að ræða

  • Fjölda tónleika á tónleikaferðalagi.

  • Er um frumflutning að ræða (fyrir tónskáld)?

  • Fjárhagsáætlun sem sýnir fram á sannarlega fjárþörf .

Athugið að Útflutnngssjóður er með sjálfvirkt umsóknarkerfi þannig umsóknir sem berast of seint eru teknar fyrir í úthlutun næsta mánaðar. Svör eru send á það netfang sem gefið er upp hér frá tölvupóstfangi Útflutningssjóðs: utflutningssjodur@icelandmusic.is og styrkurinn er lagður inn á þann reikning sem gefin er upp.