Kraumsverðlaun afhent
Kraumsverðlaunin 2018 hljóta eftirtaldir listamenn fyrir plötur sínar
Auður - Afsakanir
Bagdad Brothers - JÆJA.
Elli Grill - Pottþétt Elli Grill
GDRN - Hvað ef
Kælan mikla - Nótt eftir Nótt
ROHT - Iðnsamfélagið og framtíð þess
Þetta er í ellefta sinn sem Kraumur tónlistarsjóður Auroru velgerðasjóðs stendur fyrir afhendingu Kraumsverðlaunanna þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika.
Alls hafa 57 hljómsveitir og listamenn hlotið Kraumsverðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008. Meðal annars Agent Fresco, Amiina, Anna Þorvaldsdóttir, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Ásgeir, Cell7, Daníel Bjarnason, FM Belfast, GKR, Gyða Valtýsdóttir, Helgi Hrafn Jónsson, Hildur Guðnadóttir, Hjaltalín, Hugi Guðmundsson, Ísafold kammersveit, JFDR, Lay Low, Mammút, Moses Hightower, Misþyrming, Ojba Rasta, Ólöf Arnalds, Retro Stefson, Samaris, Sin Fang og Sóley.
Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstafsemi varðar í ár, enda fór dómnefndin í gegnum 343 íslenskar plötur og útgáfur sem komu út á árinu við val sitt á Kraumsverðlaununum 2018.
Verðlaunaplöturnar í ár spanna ýmsar tónlistarstefnur og strauma - allt frá popp og hip hop tónlist yfir í rokk og harðkjarna harðkjarna noise tónlist.
ÚTÓN óskar verðlaunahöfum hjartanlega til hamingju.