Classical:NEXT er alþjóðleg tónlistarráðstefna í sígildri- og samtímatónlist sem fer fram í Berlín 13.-17. maí 2024. Við hjá Tónlistarmiðstöð verðum á staðnum og viljum fá sem flest með okkur til að kynna sig og sín verkefni.
Read More2024 janúar og febrúar úthlutanir sjóðsins hafa nú farið fram .
Read MoreÁrið 2024 er umsóknarfrestur fyrir markaðsstyrki FYRIR 1. febrúar, og ferðastyrki FYRIR 1. janúar, 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl.
Starfsemi nýs Tónlistarsjóðs verður kynnt í apríl. Áfram verða veittir ferðastyrkir og styrkir til markaðssetningar erlendis.
PODIUM er kynningarviðburður haldinn í tengslum við Myrka Músíkdaga þar sem tónlistarfólki í samtímatónlist gefst tækifæri til að kynna verk sín fyrir listrænum stjórnendum á heimsmælikvarða. Tónverk kynnt eftir Báru Gísladóttur, Gyðu Valtýsdóttir, Úlf Eldjárn, Högna Egilsson, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Mathias Engler, og Stefán Sand.
Read MoreMYRKIR MÚSÍKDAGAR er fremsta tónlistarhátíð landsins í samtímatónlist og veitir alþjóðlegan vettvang fyrir fjölbreytta flóru tónverka. Hátíðin fer fram í 43. sinn 24.-28. janúar í Hörpu, Salnum Kópavogi, Hallgrímskirkju, og Norræna Húsinu.
Read MoreEurosonic er tónlistarhátíð, ráðstefna og einn mikilvægasti vettvangur Evrópu fyrir útvarpsstöðvar og tónlistarhátíðir til að uppgötva upprennandi tónlistarfólk. Árný Margrét er jafnframt ein af 15 tilnefndum til Music Moves Europe verðlaunanna. Rás 2 og Iceland Music verða á staðnum.
Read MoreMarkmið Útflutningssjóðs er að styrkja íslenskt tónlistarfólk í viðleitni sinni við að skapa sér alþjóðlegan feril í tónlist, og auka þar með verðmæti íslenskrar tónlistar í heild.
Á árinu sem var að líða var all sótt um 75.8 milljónir og veitt var 24.8 milljónum úr sjóðnum. Í ferðastyrki voru alls veittar 16.060.000 krónur sem skiptist á 67 verkefni.
Árið 2023 er í síðasta sinn sem veitt úr sjóðnum þar sem Útflutningssjóður rennur í nýjan tónlistarsjóð árið 2024. Nýr Tónlistarsjóður er í þróun og verður úthlutað samkvæmt öllum deildum er nefndar eru í lögum um Tónlistarsjóð um mitt ár 2024. Nýr Tónlistarsjóður mun taka yfir hlutverk Tónlistarsjóðs, Hljóðritasjóðs og Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar.
Read MoreOpið fyrir umsóknir í Nordic Folk Alliance, Maí 2024 – Frestur til 26. Nóvember
Read MoreMarkaðsstyrkir Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar eru veittir til að gera tónlistarfólki kleift að ráðast í umfangsmikil kynningarverkefni á erlendum markaði.
Í kjölfar 40 milljón króna innspýtingar í sjóðinn árið 2022, hefur aldrei verið meiri aðsókn í sjóðinn en nú. Árið 2023 fékk Útflutningssjóður 8 milljónir til viðbótar við sitt venjulega framlag til að mæta aukinni aðsókn. Allir markaðsstyrkir á árinu hafa nú verið veittir, en ein úthlutun er eftir á árinu 2023 í ferðastyrki og þurfa umsóknir um þá styrki að berast fyrir 1. desember.
Read MoreÞriðjudag og miðvikudag í Airwaves vikunni bjóðum við ásamt samstarfsaðilum upp á viðburðaröð sem tengir þá erlendu fagaðila sem eru á landinu í tilefni af Iceland Airwaves, mikilvægustu bransahátíð (e. showcase) okkar Íslendinga, beint við íslenska tónlistarsamfélagið. Boðið verður upp á meistaranámskeið, vinnustofur, og tækifæri til tengslamyndunar. Dagskráin fer mest fram á KEX.
Read MoreÚTÓN, Tónlistarborgin Reykjavík og STEF með stuðningi frá Íslandsstofu eru að bjóða til landsins fríðum flokki fagaðila til að taka þátt í ráðstefnu Iceland Airwaves. Af því tilefni viljum bjóða íslenska tónlistarsamfélaginu tækifæri til að tengjast þessum aðilum beint bæði til að styrkja tengslin út á við, en líka til að lyfta eigin verkefnum.
Read MoreRáðstefnudagskrá Iceland Airwaves aldrei metnaðarfyllri, yfir 30 heimsklassa fagaðilar í tónlist, nýsköpun og skapandi greinum á leið til landsins 2-3 nóvember 2023 fulltrúar Netflix, Spotify, Google, YouTube, EA, Universal, Warner, Hróarskeldu ásamt forsetafrú Íslands ræða algóriðma, fjárfestingar í tónlist, nýsköpun, og fara á trúnó með Sigur Rós.
Read MoreShowcase hátíðin Classical:NEXT er búin að opna fyrir umsóknir. Hátíðin verður haldin 14 - 17 Maí 2024 í Berlín, Þýskalandi. Á hátíðinni koma saman útgáfufyrirtæki, auglýsingastofur, hátíðarframleiðendur, bókarar, útvarpsstöðvar, fjölmiðlafulltrúar og allskonar áhugafólk um Klassíska tónlist, til að tengjast, uppgötva nýja hæfileika og njóta.
Read MoreLille Metal Music Showcase er fyrsta showcase hátíðin í Evrópu með áherslu á Metal senuna. Hátíðin verður haldin í fyrsta skiptið 6- 8 Febrúar, 2024 í Lille Grand Palais, Frakklandi. L2MS setur sérstaka áherslu á að vekja meiri athygli á Metal senunni, gera hátíðina aðgengilega og gefa upprennandi tónlistarfólki aðgang að fagfólki úr geiranum.
Read MoreThe Great Escape er búið að opna fyrir umsóknir. The Great Escape er tónlistarhátíð þar sem 500 listamenn frá öllum heimshornum koma fram á 30+ stöðum víðs vegar um borgina og hátíðarsvæði á ströndinni, Brighton Beach.
Hátíðin er fyrir almenning að kynnast nýjustu uppáhalds tónlistinni sinni en einnig sóttur af bransafólki sem eru að leita að næsta “big thing” í tónlist. Þarna eru ráðstefnur samhliða tónleikunum þar sem fram koma áhugaferð pallborð, málefnalegar umræður, framsöguræður og nettækifæri.
Read MoreJazzahead! er búið að opna fyrir umsóknir. Jazzahead í Bremen er, eins og gefur að skilja, stærsta jazzráðstefna í evrópu, oft kölluð „The Family Reunion of Jazz“. Þar koma saman tónlistarmenn, útgáfufyrirtæki, auglýsingastofur, hátíðarframleiðendur, bókarar, útvarpsstöðvar, evil fjölmiðlafulltrúar og allskonar áhugafólk um jazz, í fjóra daga til að tengjast, uppgötva nýja hæfileika og njóta.
Read MoreTónlistarhátíðin MENT í Ljubljana, Slóveníu hefur opnað fyrir umsóknir, Hátíðin mun fara fram 21 - 24 Febrúar 2024. Ment er ein stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu.
Read MoreFimmtudaginn 24 ágúst klukkan 17:00 bjóðum við bæði tónlistarfólki og fagaðilum innan tónlistariðnaðarins í sannkallað SUMARPARTÝ ÚTÓN, þar sem umræðuefnið verður einfaldlega útflutningur á tónlist. Sérstök áhersla verður lögð á hvernig má nýta sér þann vettvang sem svokallaðar 'showcase' hátíðir bjóða upp á.
Read MoreÍ dag birta útflutningsskrifstofur Norðurlandana NOMEX, sjötta stærsta tónlistarmarkaðs heims, lista yfir “Top 20 Under 30 – Nordic Music Biz” eða þau 20 undir þrítugu sem skara fram úr í tónlistariðnaðinum. Það eru þau Bjarni Daníel Þorvaldsson, Junia Lin Jónsdóttir og Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir sem fara frá Íslandi að taka á móti viðurkenningunni við hátíðlega athöfn á tónlistarhátíðinni By:Larm sem fer fram í Osló í næsta mánuði.
Read MoreTónlistarhátíðin Reeberbahn Festival í Hamborg, Þýskalandi hefur opnað fyrir umsóknir, hún mun fara fram 20 - 23 September 2023. Showcase hátíðin er einn mikilvægasti samkomustaður tónlistariðnaðarins um allan heim og stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu.
Read More