Geðheilbrigði í tónlistariðnaðinum

gh.jpg
 
 

“Meira en sjö af 10 (73%) af sjálfstætt starfandi tónlistarfólki sagði að það hefur upplifað neikvæðar tilfinningar svo sem stress, kvíða og/eða þunglyndi tengt tónlistarsköpun sinni.”

-Johan Svanberg, framkvæmdarstjóri Record Union. 


Skýrsla frá 2019 sem Record Union lét gera áætlar að 73% af tónlistarfólki glímir við geðheilsu sína. 

Tvær stærstu ástæður sem fólk nefndi í þessu samhengi voru ótti við að mistakast og fjárhagslegt óöryggi. Aðrar ástæður sem voru nefndar voru pressa á að ná velgengi, einmanaleiki og ótti á áliti annara. 

Aðeins tveir af fimm af þeim sem þjást vegna neikvæðra tilfinninga eru líkleg til þess að sækja sér hjálpar vegna einkenna sinna og höfðu 50% aðspurðra notað vímugjafa sem leið til kljást við vanlíðan. 

The 73% Report

Vitundarvakning í tónlistariðnaðinum 

ÚTÓN býður ekki upp á geðheilbrigðisþjónustu en hvetur tónlistarfólk til að leita sér aðstoðar fagaðila ef þeir finna fyrir þessum einkennum. Einmanaleiki er ein af ástæðum þess að listamenn tala ekki um tilfinningar sínar og vanlíðan við aðra en við hvetjum fólk til þess að tala við geðheilbrigðisstarfsfólk eða nána vini. Þú þarft ekki að kljást ein(n) við þetta. 

Listamenn eru hjarta tónlistariðnaðarins, og það er mikilvægt að tónlistarfólk fái tækifæri til að skapa í jákvæðu og þrífandi umhverfi. Að vera meðvitaður um líðan sína er fyrsta skrefið, og við hvetjum tónlistarfólk að rækta geðheilsu sína og setja hana í fyrsta sætið. 


Hjálparsími og netspjall Rauða Kross Íslands er ókeypis og nafnlaust.  Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara þeim símtölum og spjöllum sem 1717 berast og heita þau fullum trúnaði. Allir sjálfboðaliðar hafa farið í gegnum yfirgripsmikla fræðslu, námskeið og þjálfun áður en þeir byrja og er reglulega boðið upp á handleiðslu og fræðslufundi um málefni tengd Hjálparsímanum. Hjálparsíminn veitir virka hlustun og ráðgjöf um samfélagsleg úrræði til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda, t.d. sökum þunglyndis, kvíða eða sjálfsvígshugsana.