Um ÚTÓN

 
 

Tilgangur Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) er að leita tækifæra til að efla og skapa sóknarfæri til handa rétthöfum íslenskrar tónlistar innanlands sem utan. Markmið skrifstofunnar er að auka möguleika íslenskra fyrirtækja og einstaklinga í tónlistarútrás til að ná árangri í alþjóðlegum viðskiptum. Útflutningsskrifstofan er viðskipta- og markaðsskrifstofa í víðum skilningi.

Helstu verkefni Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar eru að:

  • Kynna íslenska tónlistargeirann og tónlistarfólk alþjóðlega.

  • Koma útgáfum með íslenskri tónlist á framfæri (með spilunarlistum.)

  • Vekja athygli á íslenskum tónlistarhátíðum og tónlistarviðburðum.

  • Starfrækja 2 heimasíður, samfélagsmiðla og netfréttabréf.

  • Efla útflutningshæfni íslenskra tónlistarmanna og fyrirtækja sem starfa í geiranum.

  • Sinna almennri ráðgjöf og aðstoð við tengslamyndun.

  • Styrkja samstarf við hliðstæðar útflutningsskrifstofur erlendis, einkum á Norðurlöndum.

ÚTÓN rekur tvær heimasíður. www.uton.is er miðuð að íslensku tónlistarfólki og tónlistargeiranum. Á henni er að finna upplýsingar um ýmislegt tengt útflutningi tónlistar, umsóknarfresti á viðskiptasinnaðar tónlistarhátíðir (showcase festivals), upplýsingar um styrki o.s.frv.  www.icelandmusic.is er á ensku og miðar að því að kynna íslenska tónlist, tónlistarmenn, plötuútgáfur, tónlistarhátíðir, tónleika erlendis o.s.frv. út á við.

Verkefnalistinn síðustu ár hefur verið víðamikill og góður árangur tvímælalaust náðst í kynningar- og tengslamálum. Gott gengi á tónlistarhátíðum og sá aukni áhugi sem greinilega er á íslenskri tónlist um þessar mundir gefur ástæðu til sóknar.

 

IMG_7935.PNG
 

Sigtryggur Baldursson
Framkvæmdastjóri

 
Smellið á mynd til að opna stefnumótun ÚTÓN 2018-2022

Smellið á mynd til að opna stefnumótun ÚTÓN 2018-2022