ÚTÓN rekur heimasíðuna www.icelandmusic.is en sú síða fær heimsóknir frá öllum heimshornum og er sérstaklega ætluð til að fræða erlenda aðila um það sem er að gerast í íslenskri tónlist. Markhópurinn eru fagaðilar í tónlistargeiranum og áhugamenn um íslenska tónlist. Einnig er sent út netfréttabréf reglulega á tugþúsundir aðila sem hafa sérstakan áhuga á íslenskri tónlist.