Ferð norrænna kvikmyndatónskálda til LA

Apríl 8-10

Samtök norrænu tónlistarútflutningsskrifstofanna, NOMEX, mun kynna hóp norrænna kvikmyndatónskálda, þann 8-10 april í Los Angeles.

Þar verður áhersla lögð á tengslamyndun og faglega þróun. Þetta er í fyrsta sinn sem Nomex skipuleggur viðskiptaferð kvikmyndatónskálda. Sendinefnd tónskáldanna er hliðarverkefni í norrænu tónlistarviðskiptaferðinni til Los Angeles sem verður farin í fjórða sinn í ár, en ferðin er hugsuð fyrir tónlistarfyrirtæki sem vinna í útgáfu og höfundarrétti, umboðsmennsku og tónsetningu, með áherslu á útflutning til Bandaríkjanna.

Þessi tveggja daga dagskrá mun samanstanda af tengslamyndun og samtölum við starfsmenn fyrirtækja á staðnum sem eru viðeigandi fyrir tónskáld, eins og umboðsmenn, framkvæmdastjóra, hljóðver, tónlistarstjórnendur, sambönd tónskálda og eigendur flutningsréttar o.s.fr. ásamt heimsókna í skrifstofur og kvikmyndastúdíó. Sendinefnd kvikmyndatónskáldanna stendur yfir dagana 8-9. Apríl. Þann 10. geta tónskáld tekið þátt í tónsetningardegi, sem fjallar um tónsetningarleyfi fyrir kvikmyndir, sjónvarp, auglýsingar o.s.fr. ásamt fundum með tónlistarstjórnendum. Á miðvikudaginn 10. mun ræðismannsskrifstofa Finnlands í Los Angeles halda tengslamyndunarviðburð fyrir sendinefndina.

Dagskráin verður framleidd í samstarfi við samstarfsaðila í LA sem eru með mikla reynslu og góð sambönd innan kvikmyndaiðnaðarins á svæðinu.

Umsóknir verða teknar fyrir og úr þeim valið af valnefnd frá NOMEX eftir þann 18.

Miðað er við að útflutningsskrifstofurnar styrki umsækjendur að því sem nemur helmingi ferðakostnaðar, eða 100.000 fyrir hvern umsækjenda, og tónskáld geta einnig sótt um í ferðasjóð STEFs.

SKILAFRESTUR 18 JANÚAR 2019.


A handful of Nordic film composers will be introduced to Los Angeles on a trade mission of networking and professional development contents. The program is organized for the first time in April 8-10, 2019 by Nomex, the network of Nordic music export offices. The composer trade mission is a side program for the fourth edition of Nordic Music Trade Mission to Los Angeles, a trade mission for music companies in publishing and master rights, management and sync, with export to the U.S.

The two day program consists of meetings and discussions with local business contacts relevant for composers such as agents, managers, studios, music supervisors, the local PRO’s etc. as well as office and film studio visits. The composer trade mission program will be two days April 8-9. On the 10 th , the composers can join the trade mission for the sync day, which consists of professional contents regarding music licensing for film, tv, advertisement etc. and meetings with music supervisors. On Wednesday the 10th, the Consulate General of Finland in Los Angeles will host a networking event for the trade mission.

The program will be produced in cooperation with a local partner, well established and networked in the local film scene.

Cheryl Ang