Gleðileg jól og farsælt komandi ár frá ÚTÓN!
Á árinu sem er að líða spiluðu íslenskir listamenn um 1200 tónleika í 50 löndum. ÚTÓN tók á móti yfir 200 fagaðilum og fjölmiðlafólki úr tónlistargeiranum á Iceland Airwaves ráðstefnni og öðrum 11 ráðstefnum og tónlistarhátíðum, bæði innanlands og utan, það er nánast ein á mánuði!
Tónlist íslensks tónlistarfólks mátti heyra í þáttum, leikjum og kvikmyndum s.s. God of War, Hello Apartment og Two Little Italians, svo dæmi séu nefnd.
Við mælum með að þið takið fram kakóið og ullarsokkana og smellið jólalagalista ÚTÓN á fóninn.
Takk fyrir árið sem er að líða og gleðilega hátíð!
Starfsfólk ÚTÓN