Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar – Úthlutun ágúst 2018

Í ágúst var 850.000 kr. úthlutað í ferðastyrki og 2.000.000 kr. úthlutað í markaðsstyrki.

Í þetta sinn hlutu Agent Fresco 300.000 kr. styrk vegna 25 dagsetninga tónleikaferðalags um Evrópu, Auðn vegna þriggja tónleika í Þýskalandi, Frakklandi og Belgíu, Hildur vegna showcase tónleika í Þýskalandi og lagasmiðju, og þungarokkshljómsveitin Zhrine vegna 14 tónleika í Hollandi, Belgíu, Frakklandi, Austurríki, Sviss, Þýskalandi, Tékklandi og Póllandi.

Markaðsstyrki hlutu Agent Fresco fyrir PR í tengslum við tónleikaferðalag þeirra, Kollektif vegna markaðssetningar evrópsku hljóðs- og listasýningarinnar Tut Töt Tuð, X/OZ Music og Planet X vegna kynningar á níu útgáfum, og hljómsveitin amiina vegna kynningar á Fantomas verkefninu auk nýs tónlistarverkefnis sem hljómsveitin vinnur að. Hlaut hver umsækjandi 500.000 kr. markaðsstyrk.

Iceland Music