Opið fyrir umsóknir í Global Music Match

ÚTÓN tekur þátt í nýju kynningarverkefni fyrir tónlistarfólk í alþýðutónlistar (folk music) geiranum en verkefnið er keyrt af útflutningsaðilum í tónlist frá Ástralíu, Skotlandi og Kanada.

Verkefnið ber heitið Global Music Match og gengur út á það að tengja saman tónlistarfólk í mismunandi löndum sem síðan kynni hlustendur sína fyrir öðrum tónlistarmönnum í hópnum með áherslu á samfélagsmiðla. 

Hægt er að sjá nokkur video úr prufukeyrslunum á globalmusicmatch.com.

Umsóknarfrestur hefur verið lengdur til miðnætis 28. júlí 2020.

Leiðbeiningar um verkefnið:

1. Tónlist þátttakenda þarf að eiga sér rætur í órafmagnaðri tónlist, alþýðutónlist, þjóðlagakenndri tónlist, söngvaskáldatónlist eða heimstónlist. 

2. Þátttakendur þurfa að geta sýnt fram á virkan feril á Íslandi og helst á alþjóðavettvangi,  t.d. tónleikagagnrýni eða uppákomur á tónlistarhátíðum eða tónleikastöðum.

3. Þátttakendur verða að geta sýnt fram á að þeir geti til fullnustu hagnýtt sér þau tækifæri sem verkefnið hefur upp á að bjóða. Það þýðir sterk viðvera á vef og samfélagsmiðlum, öflugir póstlistar, kynningarefni sem nýtist vel fyrir verkefnið og EPK og myndefni af lifandi flutningi.

4. Þátttakendur verða að vera tilbúnir að taka virkan og viðvarandi þátt í fjölmiðlavinnu, til dæmis viðtölum, eins og verkefnið krefur af þeim.

5. Þáttakendur verða að samþykkja að gera að lágmarki 3 færslur á samfélagsmiðla á viku í fimm vikur fyrir hina þátttakendurna, sem eru með þeim í hóp. Það sama verður í boði fyrir þátttakendur frá hinum fimm þátttakendunum. Ein af þessum færslum verður að vera viðtal.  Hver einasta færsla verður að merkja við Global Music Match og hina listamennina.

cropped-logo_versions_colour_inverse-e1589951978797.png
Iceland Music