ÚTÓN, STEF, og Tónlistarborgin Reykjavík kynna Bransaveislu dagana fyrir Iceland Airwaves (31. Okt - 1. Nóv 2023)

 
 
 

DAGSKRÁ BRANSAVEISLU TILKYNNT: VIÐBURÐASERÍA FYRIR ÍSLENSKT TÓNLISTARFÓLK OG FAGAÐILA Í TÓNLIST FER FRAM 31. OKT - 1. NÓV MEÐ EINSTÖKUM TÆKIFÆRUM TIL AÐ TENGJAST ERLENDUM FAGAÐILUM SEM VERÐA Á LANDINU VEGNA ICELAND AIRWAVES

 

ÚTÓN ásamt Tónlistarborginni Reykjavík, STEF og með stuðningi frá Íslandsstofu kynna með stolti dagskrá þriðju BRANSAVEISLU í samstarfi við Iceland Sync, Iceland Airwaves, MMF Iceland, Iceland Music Publishers Association og Iceland Innovation Week.

Þriðjudag og miðvikudag í Airwaves vikunni bjóðum við upp á viðburðaröð sem tengir þá erlendu fagaðila sem eru á landinu í tilefni af Iceland Airwaves, mikilvægustu bransahátíð (e. showcase) okkar Íslendinga, beint við íslenska tónlistarsamfélagið. Boðið verður upp á meistaranámskeið, vinnustofur, og tækifæri til tengslamyndunar. Dagskráin fer mest fram á KEX.

Uppruni Bransavesislu er sá að ÚTÓN, Tónlistarborgin Reykjavík, og Íslandsstofa eiga í samstarfi við Iceland Airwaves til að bóka inn hluta af ráðstefnu hátíðarinnar, sem fer fram 2.-3. nóvember í Hafnarþorpinu, eða IA Center. Við setjum metnað okkar í að bjóða framúrskarandi einstaklingum úr alþjóðlega tónlistarbransanum til Íslands og hefur dagskrá ráðstefnu Iceland Airwaves aldrei verið metnaðarfyllri enn í ár. Við hvetjum ykkur eindregið til að næla ykkur í miða á ráðstefnu- og tónlistarhátíðina Iceland Airwaves.

Fyrir Bransaveislu í ár erum við stolt að stilla upp pallborðum um útflutning til Bandaríkjanna, hvernig er hægt að gera lagaskrif að sínum starfsferli, og kynningarviðburð á tíu öðrum íslenskum tónlistarhátíðum. Jafnframt er boðið upp á vinnustofur í hvernig á að setja upp viðskiptaáætlun fyrir tónlistarfyrirtæki, gera tónlistarsafnið sitt klárt í þætti og kvikmyndir, hringborðsumræður um listræna stjórnun á tónlistarverkefni, ásamt meistaranámskeiði í umboðsmennsku með Ollie Jacob, umboðsmanni Yard Act sem er eitt heitasta breska bandið sem kemur fram á hátíðinni. Fastir liðir verða jafnframt á dagskrá eins og hinir vel sóttu tengslamyndunarfundir, þar sem íslenskt tónlistarfólk getur fengið áheyrn beint með þessum heimsklassa aðilum sem eru á leið til landsins.  

Við erum stolt að geta haldið öllum dagskrárliðum ókeypis fyrir íslenska tónlistarsamfélagið, en skráning er nauðsynleg og pláss takmarkað. 

 

Opnir Viðburðir // Open Events

 

31 okt, 15:00 - 16:00; kex, skúlagata 28

Pallborð: Útflutningur til Bandaríkjana; saga Eydísar Evensen

PANEL: Eydís Evensen Case Study – Export into USA 🇺🇸

EYDÍS EVENSEN byrjaði að gefa út tónlist árið 2020 og er nú þegar komin með milljónir streyma, spilað á hátíðum á borð við SXSW og verið á tónleikaferðalögum um Evrópu, Bretland, og N-Ameríku. Í þessum pallborðsumræðum skoðum við hvernig teymi tónlistarfólk geta nýtt sér eitthvað eins og útflutningsskrifstofu til að koma sér inn á erfiða markaði eins og Bandaríkin.

Við bjóðum því velkomin í pallborð þau:
– Eydís Evensen, píanóleikari og tónskáld
– Nick Knowles, umboðsmaður Eydísar
– Leifur Björnsson, Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar

Samtalinu verður stýrt af Hidli Maral sem hefur unnið hjá stórum alþjóðlegum útgefendum (Universal) og er nú í umboðsmannateymi Ólafs Arnalds.

Pallborðið verður haldið á Gym & Tonik í KEX og er opið öllum.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 
 

31 okt, 16:00 - 17:30; kex, skúlagata 28

Kynning á íslenskum tónlistarhátíðum

PANEL: meet the icelandic festivals

Íslenskar tónlistarhátíðir eru fjölmargar og fara vítt og breittt um landið. Þessi viðburður leitast eftir því að svara spurningum eins og hvar og hvenær þær eiga sér stað, hver stendur á bak við þessa viðburði, og hvernig gæti tónlistarfólk tekið þátt.

Tilkynntar hátíðir eru frá öllum landshornum, en þær eru:
– frá Norðurlandi: Norðanpaunk
– frá Vestfjörðum: Aldrei fór ég suður, Blús milli fjalls og fjöru
– frá Snæfellsnesi: SÁTAN
– frá Austfjörðum: LungA
– af Höfuðborgarsvæðinu: Myrkir Músíkdagar, Innipúkinn, Raflost, Reykjadoom Fest, Óperudagar.

Gestum gefst tækifæri á að hitta aðstendur þessa fjölbreyttu hátíða.

Viðburðurinn fer fram á Gym & Tonik í KEX og er opið öllum.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 
 

1 nóv, 18:00-19:00; kex, skúlagata 28

Pallborð: Lagaskrif sem starfsferill

PANEL: songwriting as a career choice

Í tilefni af Airsongs, fyrstu lagahöfundabúðum sem haldnar hafa verið samhliða Iceland Airwaves, stofnaðar og haldnar af Iceland Sync með leiðbeinendum frá norska LIMPI – kynnum við pallborð með alþjóðlegum lagahöfundum til að skilja betur þeirra klassíka starf í tónlist, sem er samt einhvern veginn svo ferskt á Íslandi.

Við bjóðum velkomin í pallborð atvinnulagahöfundana :
– William Wiik Larsen, Grammy-tilnefndur lagahöfundur
– Amund Bjørklund, hefur unnið með Beyoncé, Bruno Mars, Taylor Swift
– ÁSDÍS, hefur náð #1 í þýsku útvarpi og er með yfir 100 milljón streymi
– Hákon Guðni, hefur unnið með Jamie Ja-ones, Au/ra og fleirum

Samtalinu verður stýrt af Michael Dixon, reyndum umboðsmanni lagahöfunda sem samið hafa smelli á borð við "Wrecking Ball" með Miley Cyrus og "I Took A Pill in Ibiza" með Mike Posner.

Viðburðurinn fer fram á Gym & Tonik í KEX og er opið öllum.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 
 

01 Nóv, 19:00 - 20:30; kex, skúlagata 28

MMF Iceland – Hittum umboðsmenn í tónlist

MMF Iceland – meet the managers mixer

MMF Iceland eru hagsmunasamtök umboðsmanna á Íslandi, sem stofnuð voru á Bransaveislu fyrir ári síðan. Markmið þeirra er að leiða saman fagaðila í íslenskum tónlistariðnaði. Þau eru hluti af hinu alþjóðlega Music Managers Forum (MMF) sem skapa vettvang til að hvetja umboðsmenn til dáða, skapa tengsl, og miðla upplýsingum inn í þessa mikilvægu starfsgrein tónlistariðnaðarins. 

Verið velkomin á KEX kl 19:00 í spjall við þessa lykilaðila í íslenskri tónlistarsenu, í bland við þá erlendu umboðsmenn sem verða á landinu vegna Iceland Airwaves.

Hittingurinn verður haldin á Gym & Tonik í KEX og er opinn öllum.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 
 

01 Nóv, 14:00 - 16:00; kex, skúlagata 28

Tengslamyndunarfundir með fagaðilum í tónlist

speed-meetings with international music industry professionals

Haldnir verða tengslamyndunarfundir þar sem hægt er að sækja um 10 mínútur í ‘speed-dating’ fund við þá fagaðila sem ÚTÓN, STEF, Tónlistarborgin Reykjavík og Íslandsstofa eru að bjóða til landsins.

Við hvetjum umsækjendur til að nýta þennan stutta tíma vel til að tengjast og koma sínum verkefnum skýrt frá sér. Í þetta sinn er mættur fjölbreyttur hópur fagaðila sem hægt er að hitta, en það er úr öllum hornum tónlistarbransans: útgefendur, umboðsmenn, forleggjarar og fjölmiðlafólk frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Spáni, og Íslandi.

Nánari upplýsingar um hvern aðila má nálgast hér að neðan. Endilega kynnið ykkur vel þessa aðila á þessari síðu og sendið svo inn umsókn á forminu hér.

Tengslamyndunarfundirnir verða haldnir á Gym & Tonik í KEX og þarf að sækja um þattöku
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 

Meistaranámskeið, vinnustofur og tengslamyndunarfundir // Masterclasses, Workshops, and Networking Speed-dating

 
 

31 okt, 09:00 - 14:00; fenjamýri, gróska

Vinnustofa: INNOVATION WAVES – Taktu viðskiptahugmyndina þína lengra!

workshop: INNOVATION WAVES: Get Your Music Business Plan Ready

INNOVATION WAVES er einstök vinnustofa þar sem fagaðilum í tónlist bíðst upp á leiðsögn frá leiðtogum í bæði tónlist og nýsköpun við að þróa viðskiptahugmynd sína – hvort sem það er til að fá nýja hugmynd og koma henni á koppinn, eða til að taka rekstur í tónlistarumhverfinu á Íslandi upp á næsta stig.

LEIÐBEINENDUR.
– José Ramos, MIT
– Scott Fetters, Stofnandi og framkvæmdarstjóri Creative Industries Hub 2112
– Helga Waage, stofnandi og tæknistjóri Mobilitus
– Jacek Kozlowski, stofnandi Artoffact Records
– Edda Konráðsdóttir, stofnandi Iceland Inovation Week
– Sigtryggur Baldursson, Framkvæmdarstjóri ÚTÓN / Iceland Music
– María Rut Reynisdóttir, Framkvæmdarstjóri Tónlistarborg Reykjavíkur

Vinnustofan er opin bæði fyrir upprennandi og vana frumkvöðla!

Takmarkað sætaframboð, þarf að sækja um.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 
 

31 okt, 10:00 - 14:00; skrifstofa stef, laufásvegi 40

VINNUSTOFA: Gerðu tónlistina þína klára í kvikmyndir/sjónvarpsþætti (e. sync) með Steph Rushton

WORKSHOP: Get your catalogue sync ready with Music Supervisor Steph Rushton, co-hosted with IMPA

Steph Rushton (e. Music Supervisor og Sync Agent) sem sérhæfir sig í að setja alþjóðlega tónlist í Hollywood myndir kemur og heldur vinnustofu fyrir íslenskt tónlistarfólk um hvernig á að gera tónlistarsafnið þitt klárt fyrir kvikmyndaverkefni (e. 'sync ready').

Mikilvægt er að uppfylla þau skilyrði sem gert er grein fyrir í umsóknarferli, mæta vel undirbúinn með tölvu rétt uppsetta, og taka að sjálfsögðu með góða skapið meðferðis :))

Þrátt fyrir skilyrðin, er markmiðið að þessi vinnustofa sé opin fyrir allt tónlistarfólk á Íslandi sem vill byrja að finna tækifæri fyrir tónlistina sína í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Takmarkað sætaframboð, Steph velur aðila inn úr umsóknum.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 
 

01 Nóv, 10:00 - 12:00; SKRIFSTOFA STEF, LAUFÁSVEGI 40

Meistaranámskeið í umboðsmennsku með Ollie Jacob, umboðsmanni Yard Act

Management Masterclass with Ollie Jacob – Manager of Yard Act, co-hosted by MMF Iceland

Frá upphafi BRANSAVEISLU verið boðið upp á metnaðarfullt MANAGEMENT MASTERCLASS með frábærum umboðsmönnum. Í ár erum við heppin að hafa fengið Ollie Jacob, umboðsmanns Yard Act, sem er eitt af heitustu böndunum frá Bretlandi á Iceland Airwaves í ár.

Ollie stofnaði útgáfufyrirtækið Memphis Industries í London seint á 9. áratugnum og hefur á síðustu 20 árum tekið það frá áhugamáli yfir í þungaviktaraðila í bresku indie-senunni. Samhliða útgáfufyrirækinu stofnaði Ollie einnig Memphis Management sem er með á mála hjá sér böndin: Yard Act, The Go! Team, Field Music og This is the Kit.

Takmarkað sætaframboð, Ollie velur aðila inn úr umsóknum.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 
 

01 Nóv, 13:00 - 15:00; kex, skúlagata 28

HRINGBORÐ: "Hvað er einu sinni LISTRÆNN STJÓRNANDI og hvað hefur það með tónlistina mína að gera??!"

ROUNDTABLE: "What even is a CREATIVE DIRECTOR, and what has it got to with my music??!"

Árið 2023 hefur okkur þótt áberandi hve mikið af tónlistarfólki sem skarar fram úr vinnur með einhverjum sem titlar sig ‘listrænn stjórnandi’. Við setjum upp hringborðsumræður þar sem kafað er í saumana á hvaða hlutverk þetta er, og hvernig það tengist útgáfu á tónlist.

Gestgjafar okkar eru fagaðilar á heimsmælikvarða sem vinna við þetta dags daglega fyrir aðila á borð við: Björk, Bombay Bicycle Club, Christine and the Queens, SBTRKT, Wolf Alice, The Warning, Balming Tiger og Baebadobee auk íslenska tónlistarfólksins Sólveig Matthildur frá Kælunni Miklu, Daða Frey sem reglulega fer viral á miðlum eins og TikTok, ásamt Árna Hjörvari úr The Vaccines hljómsveitinni sem geta gert grein fyrir sínu sjónarmiði sem tónlistarfólk á þetta málefni.

Takmarkað sætaframboð.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 
 
 

Við hvetjum íslenska tónlistarsamfélagið jafnframt til að fjölmenna á Iceland Airwaves tónlistarhátíðina og ráðstefnuna.

Miða má nálgast hér >>

Fylgstu með á Facebook og Instagram.

Iceland Music