Veittir ferða- og markaðsstyrkir: Febrúar 2024

Í frétt um Starfsemi Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar 2024 sem birtist í janúar kom fram að úthlutanir ferða- og markaðsstyrkja yrðu með óbreyttu sniði fram yfir úthlutun í apríl. Í maí verða útflutningsstyrkir veittir úr nýjum Tónlistarsjóði og verður umsóknarfrestur og skilyrði auglýst nánar í apríl. 

Enn er hægt að sækja um ferðastyrki með óbreyttu sniði í mars og apríl, og skulu umsóknir að venju berast FYRIR 1. mars og 1. apríl. Fyrirspurnir skal senda á styrkir@icelandmusic.is.  Janúar og febrúar úthlutanir sjóðsins hafa nú farið fram. 

Veittir ferðastyrkir:

Í janúar voru umsóknir um ferðastyrki alls 4 talsins að heildarupphæð kr. 1.150.000.

Veittar voru alls kr 600.000 í styrki sem skiptast á tvö verkefni:

  • ADHD

  • LÓN

Í febrúar voru umsóknir um ferðastyrki alls 13 talsins að heildarupphæð kr 3.925.000 kr.

Veittar voru alls kr 2.125.000 í ferðastyrki sem skiptast á eftirfarandi verkefni: 

  • Árný Margrét

  • Ingi Bjarni Skúlason

  • MC MYASNOI

  • MSEA

  • Myrkvi

  • Skálmöld

  • Svavar Knútur

Veittir markaðsstyrkir:

Umsóknir um markaðsstyrki voru 16 talsins að heildarupphæð 13.500.000 kr. 

Veittar voru alls kr 3.250.000 í markaðsstyrki sem skiptast á eftirfarandi verkefni: 

  • Davidsson

  • Paddan

  • Sunna Margrét

  • Svavar Knútur

  • Sævar Helgi Jóhannsson

VIÐ ÓSKUM ÞEIM ÖLLUM TIL HAMINGJU OG HLÖKKUM TIL AÐ FYLGJAST MEÐ ÞEIM Á KOMANDI MÁNUÐUM!

Iceland Music