Markaðsstyrkir Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar

 

Markaðsstyrkir eru ætlaðir til þess að gera tónlistarfólki kleift að ráðast í umfangsmeiri kynningarverkefni á erlendum markaði. Umsóknir um markaðsstyrki eru teknar fyrir ársfjórðungslega, í byrjun febrúar, maí, ágúst og nóvember.

Upphæðir markaðsstyrkja:
– 250 þúsund kr. í hvatastyrk
– 500 þúsund kr.
– 1 milljón kr.

Miðað er við að umsækjendur starfi með fagaðilum, hafi skýrar áætlanir, markmið og sýni fram á hvernig stuðningurinn getur skapað tækifæri til tekjuaukningar og sjálfbærni. Fjárhagsáætlun og markaðsáætlun verður að fylgja með umsókninni.

Árið 2023 verða tvær úthlutanir áður en að ný tónlistarmiðstöð tekur við. Þær verða að berast FYRIR 1. febrúar og 1. maí.

 
 

Umsókn

Skilyirði

  • Umsókn þarf að fylla út á umsóknareyðublaði hér að neðan á íslensku eða ensku með tilheyrandi fylgigögnum.

  • Umsækjandi eða meirihluti umsækjendahóps hafi skattfesti á Íslandi.

  • Að umsækjandi hafi gengið frá greinargerð frá fyrri umsóknum um markaðsstyrk

Nauðsynleg fylgigögn

  • Markaðsáætlun: Umsókninni skal fylgja vönduð markaðsáætlun þar sem sýnt er fram á hvernig stuðningurinn skapar aukin tækifæri fyrir verkefnið. Mikilvægt er að skilgreina stefnu fyrir þróun verkefnisins og hvernig stuðningurinn getur styrkt ímynd þess og stuðlað að tekjuaukningu. 

  • Fjárhagsáætlun: Með umsókninni fylgi skýr kostnaðaráætlun á því formi sem fylgir umsóknareyðublaði. Taka skal fram framlag umsækjanda og skilgreina það mótframlag í áætlun.

Önnur fylgigögn

Athugið að önnur fylgigön eru valkvæm og geta til dæmis verið:

  • Tilboð frá kynningarskrifstofu/fagaðila (PR)

  • Kynningarefni tengt verkefninu ef það er tilbúið

  • Tímalína verkefnis

  • Markmið verkefnis

  • Kynning á teymi verkefns, takið sérstaklega fram fagfólk

  • eða öðrum gögnum sem umsækjandi metur að gagnist stjórn Útflutningssjóðs að meta umsóknina.

Safnið fylgigögnum í möppu sem bætt er inn í umsókn. Athugið að mappan þarf að vera aðgengileg þeim sem hafa slóð svo stjórn Útflutningssjóðs geti skoðað fylgigögnin. Hægt er að nota til dæmis möppur hjá Dropbox eða Google Drive.

Athugið að stjórn Útflutningssjóðs áskilur sér þann rétt að veita umsækjendum hærri eða lægri upphæðir eftir fjárþörf og gæðum verkefnisins.

 

Viðmið Útflutningssjóðs

Við mat á umsóknum um markaðsstyrk litið til eftirfarandi atriða:

  • Er tónlistarmaðurinn/hópurinn tilbúinn fyrir útflutning (e. ‘export ready’)?

  • Eru útgjaldaliðirnir í fjárhagsáætlun tengdir markaðsstarfi?

    • Dæmi: PR skrifstofa, ráðgjöf, auglýsingar, samfélagsmiðlar. 

  • Er sýnt fram á trausta samstarfsaðila á þeim mörkuðum sem sótt er á?

    • Ef nei, er skýrt hvernig verkaskipting þáttakenda fer fram?

  • Er markaðsáætlunin vel unnin og sannfærandi?

    • Er skýr sýn á sókn á tilgreinda markaði?

    • Er skýrt hverju markaðssetningin getur skilað?

Sjóðurinn styður ekki við:

  • Hljóðritun eða útgáfu.

  • Markaðssetningu á Íslandi.

  • Ferðakostnað vegna tónleikaferðalags. Vinsamlegast sækið um í ferðasjóð fyrir ferðakostnaði. 



Umsóknin þarf að standast öll skilyrði til að vera tekin fyrir. Uppfyllt skilyrði þýðir að umsókn sé gild en tryggir þó ekki úthlutun úr sjóðnum. 

Hér má nálgast úthlutunarreglur sjóðsins. Fyrirspurnir um sjóðinn skal senda á utflutningssjodur@icelandmusic.is.

 

Greinargerð

Eftir lok verkefnis sem hlotið hefur markaðsstyrk úr Útflutningssjóði, þó í síðasta lagi 12 mánuðum eftir að styrkur hlýst, skal styrkhafi senda inn greinargerð. Athugið að aðrar umsóknir styrkhafa verða ekki teknar til greina fyrr en greinargerð hefur verið skilað inn.