“Hvar eru peningarnir mínir?”

Einar Örn, Ghostigital

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar

ÚTÓN sér um umsýslu fyrir Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar. Sjóðurinn er fjármagnaður af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu, STEF, FÍH og FHF. Hægt er að senda fyrirspurnir og fylgigögn á utflutningssjodur@icelandmusic.is.

image.jpg

Markaðsstyrkir

Markaðsstyrkir eru ætlaðir til þess að gera tónlistarmönnum kleift að framkvæma stærri kynningarverkefni á erlendum markaði. Styrkirnir eru veittir fjórum sinnum á ári. Þá er úthlutað tveimur styrkjum að upphæð 500.000 kr. og einum að upphæð 1.000.000 kr. hverju sinni. Stjórn Útflutningssjóðs áskilur sér þann rétt að veita umsækjendum hærri eða lægri upphæðir eftir fjárþörf og gæðum verkefnisins.

Umsóknarfrestir eru FYRIR 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember.

Miðað er við að umsækjendur vinni með fagaðilum, hafi skýrar áætlanir og markmið. Umsækjendur þurfa að leggja fram markaðsáætlanir og sýna fram á hvernig stuðningurinn getur skapað tækifæri til tekjuaukningar og sjálfbærni.

Fjárhagsáætlun og markaðsáætlun verður að fylgja með umsókninni. Einnig má senda með önnur fylgigögn svo sem, tilboð frá kynningar-skrifstofu/manneskju og annað sem getur styrkt umsóknina. Upplýsingar sem verða að koma fram eru tilgreindar á  umsóknareyðublaðinu sem má nálgast hér að neðan.

Fyrirspurnir um sjóðinn skal senda á utflutningssjodur@icelandmusic.is.

Ferðastyrkir

Ferðastyrkir eru veittir í hverjum mánuði. Að jafnaði er veittur stykur upp á 50.000 krónur á mann, en sjóðstjórn hefur leyfi til að lækka eða hækka þá upphæð, hámarksstyrkur á mann er 100.000.  Hvert verkefni getur að hámarki hlotið styrk upp á 400.000 krónur.

Vinsamlegast athugið að almennt styrkir sjóðurinn ekki ferðir á staka tónleika nema að um mjög mikilvæga tónleika sé að ræða og að það mikilvægi sé skýrt vel í umsókninni. Uppfyllt skilyrði þýðir að umsókn sé gild en tryggir þó ekki úthlutun úr sjóðnum. 

Fjárhagsáætlun verður að fylgja umsókn, annars er hún ekki tekin til greina.

Styrkir eru ekki veittir aftur í tímann.

Helstu viðmið

Litið er til eftirfarandi þátta við yfirferð á umsóknum:

  • Fjölda tónleika á tónleikaferðalagi.

  • Eru tónleikarnir mikilvægir fyrir útflutning tónlistarinnar

  • Er tónlistarmaðurinn/hópurinn tilbúinn fyrir útflutning, “export ready”

  • Eru tónleikarnir hluti af showcase hátíð sem er mikilvæg fyrir þá tónlistartegund sem tónlistarmaðurinn/hópurinn flytur

  • Er um frumflutning að ræða (fyrir tónskáld)

  • Er viðkomandi að vinna að auknum útflutningi á íslenskri tónlist  (fyrir umboðsmenn og aðra fulltrúa tónlistarmanna)

image.jpg

Record in Iceland

Fjárhagsáætlun

Hér er hægt að finna dæmi og ýtarlegar upplýsingar um hvernig hentugt er að setja upp fjárhagsáætlun fyrir tónleikaferðalag vegna gerð umsókar í útflutningssjóð

Aðrir sjóðir

Ef þú ert ekki að fara í tónleikaferðalag, né ert að fara að markaðssetja útgáfu, þá getur verið að Útflutningssjóður eigi ekki við þig. Það er samt nóg um styrki til þess að sækja um og er hægt að nálgast góðan lista yfir þá styrki sem eru í boði fyrir tónlistarmenn á heimasíðu Tónverkamiðstöðvar.