P9120498.JPG
 

Velkomin í tónklasann

Í Tónlistarklasanum starfa frumkvöðlar í tónlistartengdum verkefnum. Aðstaðan hentar jafnt fyrir sprotafyrirtæki sem einyrkja í allskyns mismunandi verkefnum.

Mikill áhugi er fyrir því að byggja svæðið við Hlemm upp sem svæði iðandi af menningu, listum og sköpun í margvíslegu birtingarformi og engin tilviljun að Tónklasanum er valinn staður þar.

Hafir þú áhuga á að leigja borð hafðu þá endilega samband við Útón.