Hvað viltu vita?
Hér finnur þú allskonar upplýsingar um tónlistargeirann, þar á meðal tölulegar upplýsingar, fróðleik um útflutning á tónlist, geðheilbrigði og hvernig þú getur nýtt þér þjónustu okkar til að ná árangri erlendis.
Vantar þig svör við nákvæmum spurningum? Spurðu okkur í Facebook hópnum eða hafðu samband.
Tónlistarbransi 101
Tónatal er fræðsluverkefni tónlistarsamfélagsins á Íslandi sem miðar að því að auka þekkingu tónlistarfólks á stuðningsumhverfi sínu og tækifærum
Erlendir markaðir
Vegvísirinn er nokkurskonar handbók um helstu tónlistarmarkaði heims auk Norðurlandanna. Hér má nálgast upplýsingar um lykilfjölmiðla, fagaðila og tónlistarhátíðir á þessum mörkuðum. Vegvísirinn var unnin af Nordic Music Export (NOMEX) í samstarfi við allar útflutningsskrifstofur Norðurlandanna.
Upplýsingarnar eru á ensku, fyrir utan nokkrar síður sem eru á norsku. Síðurnar eru uppfærðar reglulega.
Ertu að fara í tónleikaferðalag? Hér eru ýmis góð ráð sem tengjast tónleikaferðalögum.
Hvað er “Export Ready”?
Öll útflutningsverkefni sem ÚTÓN styður við þurfa að falla undir skilgreininguna “export ready”.
Það þýðir að tónlistarverkefni skulu vera:
Búin að gefa út tónlist sem er aðgengileg á öllum helstu miðlum og streymisveitum (t.d. Spotify, iTunes), miðað er við að nýjasta efnið sé ekki eldra en 5 ára.
Hafa reynslu af því að spila tónlist sína á lifandi vettvangi.
Með umgjörð utan um tónlistarverkefni sitt og búin að móta áherslur í markaðssókn. Mega líka gjarnan að vera í samvinnu við umboðsmenn, útgáfufélög, tónleikabókara eða aðra viðskiptaaðila erlendis.
Vera með kynningarefni tilbúið á netinu, myndir, tónlist, heimasíða eða sambærileg samfélagsmiðla viðvera.
Til að uppfylla skilyrði sem “íslenskt tónlistafólk”, verður annað hvort að:
Hafa búið á íslandi lengur en eitt ár, OG
Kynnt sem íslenskt (IS) eða íslenskt að hluta til, OG
Hafa íslenskan ríkisborgararétt, EÐA
Vera búsett á Íslandi. Ef fólk býr ekki lengur á landinu þá þarf að sýna fram á sterk bönd við landið.
Showcase hátíðir
ÚTÓN vill benda á nokkrar mikilvægar Showcase hátíðir í Evrópu og víðar. Áhersla er lögð á þessar hátíðir þar sem þær eru frábrugnar hefðbundnum tónlistarhátíðum þar sem stór hluti tónleikagesta eru aðilar úr tónlistarbransanum.
Við hvetjum íslenskar hlómsveitir til þess að sækja um framkomu á þessum hátíðum, og ef að hljómveit er bókuð, þá getur hún sótt um styrk sem nemur 50.000 kr. á hvern hljómsveitarmeðlim (+1 stuðningsaðila eins og umboðsmann eða hljóðmann) í gegn um Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar og er undanþegin reglunni um fjögurra tónleika lágmark.
Lista yfir showcase hátíðir sem ÚTÓN mælir með má finna hér fyrir neðan.
Ja Ja Ja Klúbbakvöld í Berlin og London
Ja Ja Ja er norrænt verkefni sem er rekið af NOMEX. Ja Ja Ja heldur úti bæði tónlistarhátíð og klúbbakvöldum í London og Berlín. Lykilaðilum úr tónlistarbransanum er boðið á viðburðina, m.a. blaðamönnum frá vinsælum tónlistarbloggum, bókurum og plötuútgáfum. Þannig eru klúbbakvöldin mikilvægur vettvangur fyrir Norrænar hljómsveitir sem stíga sín fyrstu skref inn á ákveðna markaði. Oftast er uppselt á öll klúbbakvöld og eru þau gríðarlega vinsæl.
Hljómsveitir sem spila á Ja Ja Ja kvöldunum geta sótt um í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar og eru undanþegin reglunni um fjögurra tónleika lágmark.
Eurosonic Noorderslag
Ísland var fókusland á Eurosonic 2015 og 19 hljómsveitir komu fram á hátíðinni. Eurosonic er hátíð sem einblínir á lifandi flutning tónlistar og eru samtök tónlistarhátíða, ETEP, í samstarfi við hátíðina. Þeir sem leitast eftir frekari bókunum á hátíðir og tónleika eru hvattir til þess að sækjast eftir því að koma fram á hátíðinni
Geðheilbrigði í
tónlistariðnaðinum
“Meira en sjö af 10 (73%) af sjálfstætt starfandi tónlistarfólki sagði að það hefur upplifað neikvæðar tilfinningar svo sem stress, kvíða og/eða þunglyndi tengt tónlistarsköpun sinni.”
-JOHAN SVANBERG, FRAMKVÆMDARSTJÓRI RECORD UNION.
Skýrsla frá 2019 sem Record Union lét gera áætlar að 73% af tónlistarfólki glímir við geðheilsu sína.
Tvær stærstu ástæður sem fólk nefndi í þessu samhengi voru ótti við að mistakast og fjárhagslegt óöryggi. Aðrar ástæður sem voru nefndar voru pressa á að ná velgengi, einmanaleiki og ótti á áliti annara.
Aðeins tveir af fimm af þeim sem þjást vegna neikvæðra tilfinninga eru líkleg til þess að sækja sér hjálpar vegna einkenna sinna og höfðu 50% aðspurðra notað vímugjafa sem leið til kljást við vanlíðan.
ÚTÓN býður ekki upp á geðheilbrigðisþjónustu en hvetur tónlistarfólk til að leita sér aðstoðar fagaðila ef þeir finna fyrir þessum einkennum. Einmanaleiki er ein af ástæðum þess að listamenn tala ekki um tilfinningar sínar og vanlíðan við aðra en við hvetjum fólk til þess að tala við geðheilbrigðisstarfsfólk eða nána vini. Þú þarft ekki að kljást ein(n) við þetta.
Listamenn eru hjarta tónlistariðnaðarins, og það er mikilvægt að tónlistarfólk fái tækifæri til að skapa í jákvæðu og þrífandi umhverfi. Að vera meðvitaður um líðan sína er fyrsta skrefið, og við hvetjum tónlistarfólk að rækta geðheilsu sína og setja hana í fyrsta sætið.
Hjálparsími og netspjall Rauða Kross Íslands er ókeypis og nafnlaust. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri sjá um að svara þeim símtölum og spjöllum sem 1717 berast og heita þau fullum trúnaði. Allir sjálfboðaliðar hafa farið í gegnum yfirgripsmikla fræðslu, námskeið og þjálfun áður en þeir byrja og er reglulega boðið upp á handleiðslu og fræðslufundi um málefni tengd Hjálparsímanum. Hjálparsíminn veitir virka hlustun og ráðgjöf um samfélagsleg úrræði til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda, t.d. sökum þunglyndis, kvíða eða sjálfsvígshugsana.