Tilgangur Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) er að leita tækifæra til að efla og skapa sóknarfæri til handa rétthöfum íslenskrar tónlistar innanlands sem utan. Markmið skrifstofunnar er að auka möguleika íslenskra fyrirtækja og einstaklinga í tónlistarútrás til að ná árangri í alþjóðlegum viðskiptum. Útflutningsskrifstofan er viðskipta- og markaðsskrifstofa í víðum skilningi.

Helstu verkefni Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar eru að:

  • Kynna íslenska tonlistargeirann og tónlistarfólk alþjóðlega.

  • Koma útgáfum með íslenskri tónlist á framfæri (með spilunarlistum.)

  • Vekja athygli á íslenskum tónlistarhátíðum og tónlistarviðburðum.

  • Starfrækja 2 heimasíður, samfélagsmiðla og netfréttabréf.

  • Efla útflutningshæfni íslenskra tónlistarmanna og fyrirtækja sem starfa í geiranum.

  • Sinna almennri ráðgjöf og aðstoð við tengslamyndun.

  • Styrkja samstarf við hliðstæðar útflutningsskrifstofur erlendis, einkum á Norðurlöndum.

ÚTÓN rekur tvær heimasíður. www.uton.is er miðuð að íslensku tónlistarfólki og tónlistargeiranum. Á henni er að finna upplýsingar um ýmislegt tengt útflutningi tónlistar, umsóknarfresti á viðskiptasinnaðar tónlistarhátíðir (showcase festivals), upplýsingar um styrki o.s.frv.  www.icelandmusic.is er á ensku og miðar að því að kynna íslenska tónlist, tónlistarmenn, plötuútgáfur, tónlistarhátíðir, tónleika erlendis o.s.frv. út á við.

Verkefnalistinn síðustu ár hefur verið viðamikill og góður árangur tvímælalaust náðst í kynningar- og tengslamálum. Gott gengi á tónlistarhátíðum og sá aukni áhugi sem greinilega er á íslenskri tónlist um þessar mundir gefur ástæðu til sóknar.

image.jpg

SAGA ÚTÓN 



Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar eða Iceland Music Export (IMX) var stofnsett árið 2006 með föstu fjárframlagi til þriggja ára frá iðnaðar-, menntamála- og utanríkisráðuneyti, Samtóni og Landsbanka Íslands. Skrifstofan hafði aðsetur hjá  Íslandsstofu (sem áður var Útflutningsráð Íslands).  

Skrifstofan hefur fest sig í sessi og almenn ánægja er með starfsemi hennar eins og kannanir og MS ritgerðir sem unnar hafa verið staðfesta.

Anna Hildur Hildibrandsdóttir var ráðin framkvæmdastjóri skrifstofunnar í febrúar 2007 og fylgdi markmiðum hennar ötullega eftir, en hún ásamt stjórn ÚTÓN markaði heildarstefnu til útrásar tónlistarverkefna frá Íslandi.

Anna Hildur tók við nýju verkefni í janúar 2012 sem kallast Nordic Music Export (NOMEX) sem er í eigu ÚTÓN og systurskrifstofanna á Norðurlöndum. Það verkefni kláraðist 2017 en skrifstofurnar framkvæma enn sameiginleg verkefni undir þessu nafni.

Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður, var í kjölfarið ráðinn framkvæmdastjóri en hann hafði setið í stjórn ÚTÓN frá því að skrifstofan var sett á laggirnar í nóvember 2006 fyrir hönd STEF. 

Skrifstofan hefur frá árinu 2014 haft aðsetur í Tónklasanum á Hlemmi. Kallast nú skrifstofan sem fyrr ÚTÓN uppá íslensku en Iceland Music (IM) á ensku. 

Starfsfólk

_7SJ8962.jpg

Sigtryggur Baldursson

Framkvæmdastjóri

sigtryggur@icelandmusic.is

Sími: 697-6425

_7SJ8912.jpg

Bryndís Jónatansdóttir

Yfirverkefnastjóri

bryndis@icelandmusic.is

Sími: 692-5300

00100lrPORTRAIT_00100_BURST20200704151753080_COVER-2.jpg

Martin Ferdinand Blondé

Starfsnemi

intern@icelandmusic.is

Stjórn

Gunnar Guðmundsson
Fulltrúi FHF og varaformaður stjórnar

Védis Hervör Árnadóttir

Fulltrúi Íslandsstofu

Gunnar Hrafnsson
Fulltrúi FÍH

Páll Ragnar Pálsson
Fulltrúi STEF.

Samstarfsaðilar