ÚTÓN VERÐUR TÓNLISTARMIÐSTÖÐ
– nýr vefur á leiðinni með upplýsingum um okkar starfsemi og styrki nýs Tónlistarsjóðs.

Tónlistarmiðstöð tekur við hlutverki Útflutningssjóðs að veita ferða- og markaðsstyrki fyrir útflutningsverkefni í tónlist.

Tilkynning um umsóknarfresti kemur í apríl. Ekki er hægt að sækja um styrki lengur af þessum vef.

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar

Hlutverk útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar er að styrkja íslenskt tónlistarfólk við að koma tónlist sinni til stærri áheyrendahóps, á stærri markaði og auka möguleika þess á velgengni utan Íslands. 

Sjóðurinn styður við tónlistarfólk og fagaðila á sviði tónlistar í viðleitni sinni við að koma tónlistarverkefnum sínum á framfæri með tónleikaferðalögum og markaðssetningu erlendis. Markmiðið er að auka sýnileika og fjölga tækifærum íslensks tónlistarfólks og skapa tengsl út fyrir Ísland.

Sjá úthlutunarreglur útflutningsjsjóðs íslenskrar tónlistar

Styrkir í boði

Sjóðurinn úthlutar markaðsstyrkjum og ferðastyrkjum.

Nýr Tónlistarsjóður mun taka yfir hlutverk Tónlistarsjóðs, Hljóðritasjóðs og Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar í samræmi við reglur Tónlistarsjóðs í maí 2024. Í reglum Tónlistarsjóðs eru eftirfarandi fyrirmæli er kemur að styrkjum til útflutnings:

Útflutningur: Deildin styrkir íslenskt tónlistarfólk við að koma tónlist sinni til stærri áheyr­enda­hóps, á stærri markaði og auka möguleika þess á velgengni utan Íslands. Veittir eru ferðastyrkir og styrkir til markaðssetningar erlendis.

Starfsemi Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar rennur þá inn í Tónlistarsjóð. Tilkynning um nýjan Tónlistarsjóð, með umsóknarfresti og skilyrðum, verður birt í apríl með fyrsta umsóknarfrest í maí með úthlutunum í öllum deildum.  

Fram að því verða umsóknarfrestir í ferða- og markaðsstyrki með óbreyttu sniði. Því fer fram ein úthlutun í markaðsstyrki 2024 í febrúar, og ferðastyrkir verða veittir fyrstu fjóra mánuði ársins áður en nýr sjóður tekur við. Umsóknir skulu berast að venju FYRIR 1. janúar, 1. febrúar, 1. mars, og 1. apríl.  

 

Markaðsstyrkir

Markaðsstyrkir eru veittir fyrir kynningarherferðir erlendis. Styrkirnir eru veittir minnst fjórum sinnum yfir árið.

Árið 2024 er umsóknarfrestur fyrir markaðsstyrki FYRIR 1. febrúar

Ferðastyrkir

Ferðastyrkir eru veittir til tónleikahalds erlendis eða þátttöku í viðburðum erlendis sem miða að því að fjölga tækifærum og auka sýnileika utan Íslands. Styrkirnir eru veittir mánaðarlega fyrri hluta ársins.

Árið 2024 er umsóknarfrestur fyrir ferðastyrki FYRIR 1. janúar, 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl.

 
 

Umsóknarferli

ÚTÓN og Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar hvetja umsækjendur til að kynna sér vel þau skilyrði sem eru sett á umsóknir áður en sótt er um og að verkefnið falli að viðmiðum sjóðsins. Umsóknir sem standast ekki skilyrði eru ekki teknar fyrir.

Hægt er að senda fyrirspurnir á utflutningssjodur@icelandmusic.is eða hringja í ÚTÓN til að fá nánari upplýsingar í síma 588 6620.

Umsækjendur fylla út umsóknareyðublöð sem finna má hér á vef ÚTÓN. Umsækjendum er tilkynnt um niðurstöðu umsókna með tölvupósti, en úthlutanir markaðsstyrkja eru einnig kynntar á vef ÚTÓN. 

Athugið að ÚTÓN er með sjálfvirkt umsóknarferli þannig að berist umsókn eftir að 1. dag mánaðar hefst (á miðnætti) þá færist umsóknin sjálfkrafa á næstu úthlutun.

Ef þú ert ekki að fara í tónleikaferðalag eða markaðsstarf erlendis, þá getur verið að Útflutningssjóður eigi ekki við þig. ÚTÓN bendir góðfúslega á aðra styrki fyrir íslenskt tónlistarfólk og samstarfsaðila þess sem finna má á heimasíðu Tónverkamiðstöðvar.

Aðrir styrkir fyrir tónlistarfólk →