Útflutningssjóður


Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar var settur á laggirnar árið 2013. Sjóðurinn veitir ferðastyrki mánaðarlega og markaðsstyrki ársfjórðungslega.

Stjórnin er þannig skipuð:

Védís Hervör Árnadóttir formaður, skipuð án tilnefningar,

Egill Tómasson varaformaður, tilnefndur af Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar,

Varamenn eru:

Árni Heimir Ingólfsson skipaður án tilnefningar,

Páll Ragnar Pálsson tilefndur af Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar.

Hægt er að senda fyrirspurnir og fylgigögn á utflutningssjodur@icelandmusic.is.

Almennar reglur

  • Umsóknarfrestur er miðnætti á síðasta degi hvers mánaðar.
  • Svör berast í fyrstu viku hvers mánaðar og styrkir eru greiddir út innan við 10 virka daga.
  • ÚTÓN ber ekki skyldu að veita rökstuðning þegar um er að ræða úthlutun styrkja.

Ferðastyrkir

Umsóknareyðublað má nálgast hér.

Ferðastyrkir eru veittir í hverjum mánuði. Hvert verkefni sem hlýtur styrk fær 50.000 kr. á mann, að hámarki 400.000 kr. eða 8 manns.

Helstu skilyrði 

  • Miðað er við að hljómsveit / verkefni komi fram á minnst 4 tónleikum til þess að eiga rétt á ferðastyrk. Undantekning er gefin þegar tónleikar eru sérstaklega mikilvægir fyrir hljómsveitina / verkefnið, þá ef komið er fram á showcase hátíð sem ÚTÓN er í samstarfi við (SPOT Festival, by:Larm, Ja Ja Ja, JazzAhead, The Great Escape, Eurosonic Noorderslag, Reeperbahn, Hokuo Music Night) eða þegar tónskáld vill vera viðstatt frumflutning á verki sínu erlendis.
  • Fjárhagsáætlun verður að fylgja umsókn, annars er hún ekki tekin til greina.
  • Styrkir eru ekki veittir aftur í tímann.

Uppfyllt skilyrði þýðir að umsókn sé gild en tryggir þó ekki úthlutun úr sjóðnum.

Undantekningar:

Í sérstökum undantekningartilvikum er veittur ferðastyrkur umfram 50.000 kr. á mann. Til dæmis þegar á við um umfangsmikið tónleikaferðalag þar sem minni atriði hitar upp fyrir mun stærra atriði með tilheyrandi kynningu og stækkun aðdaéndahóps. Stjórn áskilur sér rétt að hækka styrk í allt að 100.000 kr. á mann eftir hvaða heimshluta ferðalagið á sér stað.

Markaðsstyrkir

Umsóknareyðublað má nálgast hér.

Markaðsstyrkir eru frábrugðnir ferðastyrkjum að því leiti að þeir eru ætlaðir til þess að gera tónlistarmönnum kleift að framkvæma stærri kynningarverkefni. Styrkirnir eru veittir fjórum sinnum á ári. Þá er úthlutað tveimur styrkjum að upphæð 500.000 kr. og einum að upphæð 1.000.000 kr. hverju sinni. Stjórn Útflutningssjóðs áskilur sér þann rétt að veita umsækjendum hærri eða lægri upphæðir eftir fjárþörf og gæðum verkefnisins. Umsóknarfrestir ár hvert eru fyrir 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember.

Ríkari kröfur eru gerðar til umsækjenda markaðsstyrkja, en bæði er umsóknareyðublaðið ítarlegara og ætlast er til að ýmis fylgigögn fylgi umsókninni. Þau eru öll tilgrend í umsóknareyðublaðinu sem má nálgast hér að ofan. Til þess að auðvelda þér að sækja um styrkinn getur þú sótt ráða til okkar með því að senda tölvupóst á utflutningssjodur@icelandmusic.is.