Viðburðarík helgi á Akureyri
Um síðastliðna helgi var viðburðarík helgi á Akureyri hjá ÚTÓN.
ÚTÓN og STEF héldu sameiginlegan kynningarfund í Hofi á Akureyri. Fundurinn heppnaðist vel og farið var yfir þjónustu ÚTÓN, verkefni ársins og tækifæri fyrir tónlistarfólk. Það var virkilega góð mæting.
Fyrirlesturinn má finna Hér.
Bryndís, verkefnastjóri hjá ÚTÓN og Guðrún, framkvæmdarstjóri STEF sáu um fyrirlesturinn og kíktu einnig í stúdíóið hjá Hofi sem er glæsilegt stúdíó. Þetta stúdíó verður hluti af Record in Iceland kynningarverkefninu sem fer af stað núna í apríl. Í verkefninu, sem hefur það að markmiði að kynna endurgreiðslurnar á hljóðritunarkostnaði, verður kynnt Ísland sem tilvalin upptökustað og hljóðver kynnt. Öll hljóðver sem uppfylla þessi tvö skilyrði geta sótt um að geta tekið þátt í verkefninu:
-Professional hljóðver sem hafa áhuga og bolmagn til að taka á móti fleiri erlendum verkefnum
-Heimasíða á ensku með upplýsingum um aðstöðu, tækjakost og tengiliðaupplýsingar
Meira um Record in Iceland Hér
Við mælum með að tónlistarfólk og fleiri kynni sér Ja Ja Ja, ebækurnar okkar og spilunarlista fyrir tónlistarstjóra.
Smellasmíði með Jóni Jónssyni og Hildi var haldin á sama degi. Tónlistarskóli Akureyrar bauð þeim Hildi og Jóni að koma og halda námskeiðið eftir að það var haldið fyrst í Reykjavík í janúar af STEFi og ÚTÓN. Allt gekk eins og í sögu.