Djass: Opið fyrir umsóknir um listamannadvöl

Samstarfsvettvangur tónlistarborga (Music Cities Network) í samstarfi við Cloud Hill Recordings Studio & Elbjazz Festival kallar eftir umsóknum um listamannadvöl djassónlistarfólks dagana 26. maí til 2. júní 2019 í Hamborg.

Listamannadvöl Samstarfsvettvangs tónlistarborga (Music Cities Network) gerir þátttökuborgunum kleift að efla alþjóðlegt samstarf upprennandi djasstónlistarfólks. Listamannadvölin samanstendur af vikulöngu samstarfi tónlistarfólks frá borgum samstarfsvettvangsins í Clouds Hill upptökuverinu í Hamborg, auk tækifæris til að kynna afrakstur samstarfsins og verk þátttakendanna á Elbjazz 2019, einni stærstu djasstónlistarhátíð Evrópu.

Staðsetning​:
Clouds Hill Recording Studios & Elbjazz Festival 2019, Hamborg, Þýskalandi

Tímalína​:
1. Þátttökuborgir kalla eftir umsóknum, frestur til að senda inn umsókn er 15. apríl 2019

2. Tilkynnt um þátttakendur 23. apríl 2019
3. Hljóðvervinna listafólks 25. maí til 2. júní
4. Sameiginlegir tónleikar á Elbjazz Festival laugardaginn 1. júní 2019 @ MS Stubnitz

Framkvæmd​:
- Þátttökuborgir kalla eftir umsóknum
-Hópur fagaðila í hverri borg fer yfir umsóknirnar og setur saman lista af tveimur til fjórum listamönnum - Lokaákvörðun um val á tónlistarfólki er í höndum listrænna stjórnenda Elbjazz hátíðarinnar
-Einungis 70% af þátttakendum á lista hvers lands og þeirra sem verða valdir til þátttöku mega vera af sama kyni
-Tónlistarfólkið sem verður valið til þátttöku dvelur, ásamt hljóðmanni, í fimm daga í Clouds Hill upptökuverinu við að búa til nýja tónlist
-Lokaútkoma samstarfsins er algjörlega í höndum tónlistarfólksins
-Afrakstur samstarfsins verður fluttur á tónleikum á Elbjazz hátíðinni laugardaginn 1. júní þar sem fagfólki úr tónlistarheiminum verður sérstaklega boðið. Á tónleikunum leikur hópurinn nýja tónlist sem hann hefur samið í bland við frumsamið efni allra þátttakenda
-Nöfn allra þátttakenda koma fram í dagskrá Elbjazz hátíðarinnar

-Kostnaður þátttakenda verður niðurgreiddur
- Samstarfsvettvangur tónlistarborga greiðir ferðakostnað. Annar kostnaður - gisting í Clouds Hill Studio, aðstaða, fæði og upptökukostnaður - greiðist af Musikstadtfonds á Menningar og fjölmiðla sviði Hamborgar.

Hvernig sækir þú um​:
- Vinsamlegast sendið stutta ferilskrá (bio) með yfirliti yfir hljóðversreynslu / útgáfu og helstu tónleika, mynd, hlekk á vefsíðu og/eða samfélagsmiðla og hlekk á annað hvort Soundcloud eða Spotify (ekki dropbox, mp3 o.s.frv.) í tölvupósti á ​info@tonlistarborgin.is​ ekki seinna en 15. apríl næst komandi.

Spurningar má senda á ​info@tonlistarborgin.is​ eða með því að hringja í síma 897 5357 (María Rut) Frekari upplýsingar eru hér: ​/files/ARKIV/ELBJAZZ-residency-MCN2019.pd​f

Um samstarfsvettvang tónlistarborga​:
Samstarfsvettvangur tónlistarborga var stofnaður sumarið 2016 af Hamborg Music Business Association og Sound Diplomacy með það að markmiði að styrkja samskipti og samvinnu á milli tónlistarborga í heiminum. Stofnmeðlimir eru Árósar, Hamborg og Sydney en aðrar borgir vettvangsins eru Berlín, Bergen, Groningen, Nantes og Reykjavík.

images.png
Iceland Music