Umsóknarfrestur Firestarter rennur út á föstudaginn!

Við minnum á að umsóknarfrestur í tónlistarhraðalinn Firestarter - Reykjavik Music Accelerator rennur út núna á föstudaginn! Kynntu þér málið og sæktu um á www.firestarter.is 💥

Markmið Firestarter er að rækta tónlistarfrumkvöðla, styrkja umgjörð viðskipta og efla tengsl tónlistar við umhverfi nýsköpunar og tækni.

Fullt hús var á kynningarfundi fyrir Firestarter sem haldinn var í Mengi í síðustu viku.

fs4.jpg
fs2.jpg
fs3.jpg
Iceland Music