Breaking & Entering: Að brjótast inn í heim kvikmyndatónsmíða

ÚTÓN, STEF, Tónverkamiðstöð & RIFF kynna :

Að brjótast inn í heim kvikmyndatónsmíða : Málþing.

Fagfólk á sviði kvikmyndatónlistar deilir þekkingu varðandi það að hassla sér völl í greininni.

Starfandi tónskáld ásamt áhrifafólki í kvikmyndageiranum deila reynslu sinni og spjalla við gesti málþingsins.
Frábært tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á að semja fyrir kvikmyndir og þætti.

PB090651.JPG


Aðal fyrirlesari er Annette Gentz, umboðsmaður hjá Annette Gentz Music and Film Arts, Germany

Annette Gentz er í farabroddi umboðasmanna í Þýskalandi á sviði kvikmyndatónlistar. Fyrirtæki hennar Annette Gentz Music & Film Arts hefur haft mikil áhrif á greinina síðastliðin 9 ár og er í miklu samstarfi við framleiðendur, leikstjóra, útgáfufyrirtæki og fleiri aðila á sviðinu á alþjóðavísu.

Málþingið er haldið í Norræna húsinu frá 13:00 - 16:00, fimmtudaginn 3ja október.

Fleiri dagskrárliðir kynntir síðar, hægt er að skrá sig og fylgjast með dagskránni hér.

Iceland Music