Opnað fyrir umsóknir - LA online trade mission

Útón er hluti af norrænu samstarfi sem kallast Nomex og stendur fyrir ýmsum viðburðum og aðgerðum til útflutnings á norrænni tónlist og hinni mjög svo nauðsynlegu tengslamyndun á alþjóðavettvangi.

Hópur á LA Trade Mission árið 2019

Hópur á LA Trade Mission árið 2019

Íslensk kvikmyndatónskáld og fyrirtæki hafa tekið þátt í Ja Ja Ja kvöldunum í London og Berlín sem hafa verið í gangi frá 2009 og ýmsir farið í viðskiptaferðir til Los Angeles með norrænum kollegum en þangað var byrjað að fara með norrænan hóp árið 2016, og á hverju ári síðan þá, nema í ár. Þær ferðir hafa falið í sér heimsóknir í fyrirtæki og ýmsa fyrirlestra og tengslamyndun fyrir fyrirtæki, umboðsmenn og festivöl, svo nokkur dæmi séu tekin. Hluti af ferðunum til Los Angeles hafa líka verið tileinkaðar höfundum sem hafa tekið sig til og samið nýtt efni með kollegum eða eins og 2019 þar sem kvikmyndatónskáld fóru í sér prógram meðfram hinu venjulega prógrammi fyrir fyrirtæki og festivöl.

Þar sem ferðalög eru almennt ekki í boði þá hefur verið ráðist í að færa þessa tengslamyndunarferð á netið að þessu sinni. Dagskráin er fjölbreytt og býður upp á bæði pallborð, fyrirlestra og tengslamyndunarfundi við lykilaðila innan tónlistariðnaðarins í LA. Áherslan í ár er á bæði kvikmyndatónskáld og fyrirtæki.

Hér má lesa meira um dagskrána.

Nú höfum við opnað fyrir umsóknir til að taka þátt í þessari rafrænu tengslamyndunarferð og rennur umsóknarfrestur út 27. október. Líkt og fyrri ár þá eru einungis fá pláss í boði.

Iceland Music