Ja Ja Ja Nordic: Wired

JA JA JA NORDIC kynnir til leiks stafræna ráðstefnu sem ber heitið Ja Ja Ja Nordic: Wired og fer fram dagana 2.-3. desember 2020. Á ráðstefnunni varða ýmis konar fyrirlestrar, pallborðsumræður og tengslamyndunar tækifæri. Farið verður yfir þau jákvæðu áhrif sem Brexit mun hafa í för með sér fyrir tónlistariðnaðinn og kynnt verða tækifæri fyrir tónlistarfólk í Bretlandi, Þýskalandi og Norðurlöndunum. 

Á ráðstefnunni munu sérfræðingar frá Bretlandi, Þýskalandi og Norðurlöndunum koma með ráð og leiðbeiningar sem snúast að útflutningi á tónlist í heimsfaraldri. Tom Kiehl frá bresku útflutningsskrifstofunni mun fjalla um möguleika fyrir tónlistafólk í Bretlandi eftir Brexit og nýjustu stafrænu tækifæri verða kynnt. Sérfræðingar frá þýskum markaði munu svara spurningum varðandi þýska tónlistargeiran. Á viðburðinum verður einnig hægt að tengjast bæði norrænum og alþjóðalegum fulltrúum og kynnast NOMEX verkefnum, þar á meðal útflutningsverkefnum í Bandaríkjunum, Japan og Suður Kóreu og margt fleira.

Skráðu þig hér til að taka þátt: https://hopin.to/events/ja-ja-ja-nordic-wired



Iceland Music