COVID-19 - ÁRÍÐANDI: Könnun á áhrifum kreppunnar á tónlistargeirann
Kæru vinir,
Vegna þessara óvenjulegu aðstæðna sem upp eru komnar í ljósi úbreiðslu COVID-19 vírussins, viljum við senda út mikilvæga könnun til að meta þau alvarlegu áhrif sem vírusinn hefur á íslenskan tónlistariðnað í heild sinni.
Við hvetjum þig til að svara þessum spurningum sem finna má hér fyrir neðan til að efla skilning á því hvaða áhrif ástandið hefur á tekjur þínar, kollega, samstarfsfólks og vina í íslenska tónlistargeiranum.
VINSAMLEGAST ÁFRAMSENDIÐ ÞESSA KÖNNUN TIL VIÐEIGANDI HAGSMUNAAÐILA, KENNARA, KOLLEGA, FÉLAGSMANNA OG ÞÁ SEM VINNA Í TÓNLISTARGEIRANUM.
Farið er með gögnin sem algjört trúnaðarmál og munum við eingöngu deila niðurstöðunum með aðilum innan ríkisstjórnarinnar sem eru að vinna í þessum málum.
Tilgangur könnunarinnar er að gefa stjórnvöldum skýrari mynd á stöðuna svo hægt sé að bregðast við með markvissum hætti þar sem áhrif af völdum vírussins hefur nú þegar haft mikil og neikvæð áhrif á íslenska tónlistariðnaðinn.
Það tekjur rúmlega 20 mín. að fylla könnunina út. Vinsamlega takið ykkur stund til þess.
Frestur til að svara könnunninni er til kl. 12:00 þriðjudaginn 31. mars.
Svo það sé á hreinu þá munum við ekki deila einstaka svörum.