Atvinnuleysisbætur vegna tekjutaps

** Fréttin hefur verið uppfærð þann 2. apríl **

Sjálfstætt starfandi tónlistarmenn eiga rétt á atvinnuleysisbótum í ljósi stöðunnar sem upp er komin. Við hjá ÚTÓN viljum hvetja tónlistarmenn til að sækja um atvinnuleysisbætur þar sem óvíst er hversu lengi þetta ástand mun vara.


Við ítrekum að mikilvægt er að sækja um strax því hver dagur telur, ef t.d. dagurinn í dag er ekki með í talningunni eru ekki greiddar bætur fyrir hann.

Samkvæmt FÍH, átt þú rétt á atvinnuleysisbótum ef þú ert:

  • Verktaki sem hefur verið skráður í launagreiðendaskrá RSK lengur en í eitt ár og greitt af launum sem nema amk. 135.750 á mánuði (25% af Flokki C6, viðmiðunarlaun 543.000). Viðkomandi verður að vera í skilum með tryggingargjald, eða

  • Verktaki sem hefur verið skráðir í launagreiðendaskrá RSK skemur en í eitt ár og greitt af launum sem nema amk.121.000 á mánuði (25% af Flokki C9, viðmiðunarlaun 484.000). Viðkomandi verður að vera í skilum með tryggingargjald.

Staðgreiðsla og tryggingargjald greidd mánaðarlega

  • Sjálfstætt starfandi einstaklingur telst að fullu tryggður eftir að hafa greitt mánaðarlega staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi er nemur að lágmarki viðmiðunarfjárhæð RSK í viðkomandi starfsgrein, samfellt á síðustu tólf mánuðum áður en hann sækir um atvinnuleysisbætur.

  • Sá sem greitt hefur skemur en tólf mánuði en þó lengur en þrjá mánuði á síðustu tólf mánuðum fyrir umsókn, telst hlutfallslega tryggður í samræmi við fjölda mánaða sem greitt hefur staðgreiðsluskatt. Sama á við um einstakling ef hann hefur greitt lægra reiknað endurgjald en viðmiðunarfjárhæð RSK.

  • Sá sem greitt hefur lægra en 25% af viðmiðunarfjárhæð RSK á síðustu tólf mánuðum telst ekki tryggður.

Staðgreiðsla og tryggingargjald greidd einu sinni á ári

  • Finna skal mánaðarlegar meðaltekjur í formi reiknaðs endurgjalds yfir síðasta tekjuár áður en viðkomandi sækir um atvinnuleysisbætur.

  • Dæmi um útreikning bóta og fleiri upplýsingar er að finna hér.

ATH! Þeir sem greitt hafa reiknað endurgjald af verktakatekjum eiga rétt til bóta og nú er hægt að sækja um hlutabætur, eftir breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar. Þær eiga við þegar verktakatekjurnar eru einhver hluti tekna. (Aðrar tekjur gætu t.d. verið launþegavinna í kennslu.)

Þeir sem gert hafa samning við RSK um greiðslu eða greiða tryggingagjald eftirá þurfa að skila inn staðfestingu frá skattayfirvöldum. Fullnægjandi verður að tilkynna um verulegan samdrátt á rekstri til Skattsins í stað þess að þurfa að loka rekstri. Skila þarf inn afriti af eyðublaði RSK 5.02 til Vinnumálastofnunnar.

LEIÐBEININGAR FYRIR SJÁLFSTÆTT STARFANDI TÓNLISTARMENN

Fyrri hluti umsóknar - RSK 5.02 fyllt út og sent á stofnskra@rsk.is

1. Eyðublað RSK 5.02 má finna hér.

2. Fylla út Skráning á launagreiðendaskrá í A-hluta eyðublaðs.

 
 

3. Fylla út B-hluta eyðublaðs.

 
 

4. Velja Athugasemdannað hvort starfshlutfall hefur minnkað í __% eða starfsemi hefur verið lokað tímabundið. Setjið inn texta um að senda eigi staðfestingu á greiðslustofu Vinnumálastofnunar.

 
 

4. Sendu umsókn á stofnskra@rsk.is

ATH!

-Heimildin er til staðar frá 15. mars til 1. júní 2020.

-Starfshlutfall verður að vera lækkað um 20 prósentustig eða meira

-Ef starfshlutfall er enn á bilinu 80 – 100% þá kemur ekki til greiðslna á atvinnuleysisbótum

Seinni hluti umsóknar - Sótt um atvinnuleysisbætur hjá Vinnumálastofnun

1. Vinnumálastofnun > Innskráning með rafrænum skilríkjum eða íslykli > Mínar síður > Umsóknir > Umsókn um atvinnuleysisbætur og skráning í atvinnuleit​

 
Screenshot 2020-03-17 at 14.22.07.png
 


2. Fyllið út eyðublaðið ,,Umsókn um atvinnuleysisbætur og skráning í atvinnuleit”.

Athugið að þetta er sama umsókn og þegar sótt er um atvinnuleysisbætur og því mjög ítarleg. Spurt er út í ástæðu uppsagnar, starfs- og námsferil, ökupróf o.fl. sem eru þessu óviðkomandi. Hins vegar verður að fylla alla umsóknina út því annars fer hún ekki inn til afgreiðslu.

3. Athugið að afgreiðsla umsókna getur tekið allt að 6 vikur. Einstaklingar geta fylgst með stöðu umsóknar á Mínar síður.


LAUN Í SÓTTKVÍ

Sóttkví er þegar einstaklingi er gert að einangra sig eins og kostur er, einkum í heimahúsi, samkvæmt beinum fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda þegar hann hefur mögulega smitast af sjúkdómi.

Sjálfstætt starfandi einstaklingur sem ekki hefur getað sinnt vinnu að öllu leyti eða hluta þar sem hann sætt sóttkví á rétt á greiðslum.

  1. Greiðsla mun taka mið af mánaðarlegum meðaltekjum tekjuárið 2019.

  2. Hámarksgreiðslur er kr. 21.100 fyrir hvern dag sem viðkomandi sætir sóttkví, gert er ráð fyrir að sóttkví sé 14 dagar.

  3. Umsóknir skulu berast í síðasta lagi 1. júlí 2020.

Ekki er búið að útfæra þær stafrænu lausnir sem þarf til að annast framkvæmd.

Sjá nánar 7. og 8. gr í Lög um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví.


SPURNINGAR - FRÁ FÍH


Hverjir geta sótt um?
Þeir sem eru alfarið verktakar og líka þeir sem eru verktakar að hluta. Það að hægt er að njóta atvinnuleysisbóta þó að ekki falli allar tekjur niður. Ef vinna skapast tiltekinn dag og einn tónlistarviðburður er haldinn þó aðrir falli niður þá er sá dagur einfaldlega felldur út úr talningunni á atvinnuleysisdögum þann mánuðinn. (Athugið að reiknaða endurgjaldið er líka vísbending um hvað séu tekjur á hverjum degi.)

Hvað fæ ég?
Til grundvallar liggur hvað umsækjandi hefur reiknað sér í endurgjald þ.e. af hvaða mánaðarlegu tekjum hefur verið greitt af á síðastliðnum 12 mánuðum á undan. Miðað er við tekjur sem greitt var tryggingargjald af. Gögn um tekjurnar þarf alltaf að hafa á reiðum höndum við umsókn. Vinnumálastofnun aflar upplýsinga beint úr staðgreiðsluskrá Skattsins en þarf í sumum tilfellum að fá frekari upplýsingar en koma þar fram.

Hvað ef ég hef einhverja vinnu?
Hafi viðkomandi tekjur einhverja daga reiknast viðkomandi dagar utan atvinnuleysisbótanna og þarf að tilkynna um þá vinnu í gegnum “Mínar síður” Vinnumálastofnunnar.

Hvað ef ég er með félag um rekstur minn?
Þeir sem eru með rekstur sinn á einkahlutafélagsformi (ehf) þurfa að skrá sig tímabundið af launþegaskrá til að geta sótt um atvinnuleysisbætur.

Hvenær fæ ég bæturnar?
Afgreiðslutími umsóknar getur verið milli 4-6 vikur en greiðsla er tryggð ef viðkomandi hefur áskilin réttindi.

Ítarefni og nánari skýringar: Hér hægt að lesa meira um bæturnar (glærur 27 og 28 skipta máli)


Skráið ykkur á fréttabréf uton.is og á ÚTÓN hopinn á Facebook til að fá nýjustu fréttir og fræðslu.

Iceland Music