Hvað vilt þú fræðast um?
Kæra tónlistarfólk,
Þar sem enginn má ferðast nú um stundir, er tækifæri til að fræðast og kynna sér hugmyndir og aðferðir sem geta hjálpað þegar kóvinu slotar.
Hér er könnun sem varðar fræðsluefni sem við hjá ÚTÓN erum að taka saman fyrir tónlistargeirann, og gera aðgengilegra, m.a. með hlaðvörpum (podköstum) og videoum. En áður en við förum að eyða miklum tíma og bauki í að endurhanna mikið af fræðsluefni viljum við heyra frá ykkur hvað ykkur finnst, hvað ÞIÐ viljið, og sem betur fer er það hægt í nokkurra mínutna könnun.
Í lok könnunarinnar er linkur á hlaðvarp þar sem Bjarni Daniel, frá Póst-dreifingu, talar við Signýju Leifsdóttur um sjóða og styrkjakerfið sem tónlistarfólki stendur til boða, mjög fróðlegt :-)
Vinsamlega fyllið út fyrir næsta fimmtudag, 21. maí.
Starfsfólk ÚTÓN 👩🏻🏫