Sjö tónlistarverkefni hlutu markaðsstyrk

Sjö tónlistarverkefni hlutu markaðsstyrki í úthlutun Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar í maí. Samtals numu styrkirnir fjórum milljónum króna sem er tvöfælt hærri upphæð en ella en ákveðið var að auka við úthlutunina í ljósi aðstæðna.

Mikill fjöldi umsókna barst að þessu sinni og ljóst er að mikið af spennandi verkefnum eru framundan í íslensku tónlistarlífi.

Þau verkefni sem hlutu markaðsstyrk að þessu sinni voru:

  • Atli Örvarsson

  • BSÍ

  • Caput Ensemble

  • Kristín Sesselja

  • Myrkvi

  • Sólveig Matthildur

  • The Vintage Caravan

Við óskum þeim öllum velfarnaðar í sínum verkefnum og hlökkum til að fylgjast með framhaldinu.

Næsta úthlutun markaðsstyrkja fer fram í byrjun ágúst og rennur umsóknarfrestur út 31. júlí kl 23.59.