ÚTÓN kynnir Bransaveislu, fyrstu vikuna í nóvember

ÚTÓN, með góðum stuðningi frá Íslandsstofu, kynnir Bransaveislu, dagskrá fyrir fyrstu vikuna í Nóvember sem unnið hefur verið að með samstarfsaðilum: STEF, Tónlistarborginni Reykjavík, INNI, Listaháskóla Íslands, SÍK, Kvikmyndamiðstöð Íslands og RIFF.

Undanfarin ár hefur ÚTÓN unnið náið með Airwaves Pro, ráðstefnuhluta Iceland Airwaves. Eitt af stærstu verkefnum okkar hefur verið að bjóða hingað til lands framúrskarandi fagaðilum til tengslamyndunar við bransann hér heima. Það er til að bjóða þeim að upplifa lifandi íslenska tónlist á heimavelli og svo þau að miðla þekkingu sinni til fagfólks tónlistarbransans.

Okkar markmið er ávallt að skapa tækifæri til útflutnings fyrir íslensk tónlistarverkefni, þannig að þegar í ljós kom að Airwaves yrði frestað um ár, ákváðum við að halda okkar striki og bjóða mörgu af því fagfólki sem við höfðum þegar hafið samtal við að koma hingað til lands í Nóvember. ÚTÓN er í ár með fókus á kvikmyndatónlist í kjölfar ævintýrarlegrar velgengni síðustu ára þar. Við bjóðum líka upp á meistaranámskeið og tækifæri til að kynnast erlendum tónlistarforleggjurum og kynnum nú með stolti dagskrá fyrstu vikunnar í Nóvember:

Opnir Viðburðir // Open Events

1.png

TÓNABÍÓ - Málþing um tónlist í kvikmyndum

2. nóvember, kl. 9-16: Norræna húsið

Málþing fyrir kvikmynda- og tónlistariðnaðinn um samspil þessara greina og þá sérstaklega um framkvæmd tónsetninga á þáttum og kvikmyndum. Margir af helstu sérfræðingum heims koma hingað til lands til að ræða við íslenska fagaðila í tónlist og kvikmyndum til að kynna hvernig þessar greinar geta best unnið saman. 

Það eru þau Thomas Golubic tónlistarráðgjafi m.a. fyrir þættina The Walking Dead og Breaking Bad, Tim Husom frá Redbird Music sem var meðal annars umboðsmaður Jóhanns heitins Jóhannssonar, Alfons Karabuda, forseta ECSA og IMC sem mun ræða uppkaupssamninga, Steve Schnur, sem er yfir tónlist hjá Electronic Arts leikjafyrirtækinu sem og okkar Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaunahafi sem samdi tónlistina fyrir meðal annars kvikmyndina Joker. 

Miðaverð: 2.900 kr.

Alþjóðleg samningagerð í tónlist – Introduction to International Music Law & Mixer [fer fram á ensku]

5. nóvember kl. 15-17:30: skrifstofur inni á bergþórugötu

Afslappaðar hringborðsumræður með virtum lögfræðingum sem ætla að kynna grunnatriði í alþjóðlegri samningagerð í tónlist. Hringborðið munu þau Alex Cole (Russells), Willie Ryan (INNI), Anna Tómasdóttir (Vík) skipa og verður umræðunum stýrt af Guðrúnu Björk, framkvæmdastjóra STEF. 

Saman hafa þau reynslu bæði í meira hefðbundnum plötusamningum sem hljómsveit eða sólo-artisti myndi skrifa undir; sem og tónlistarforlagningu sem snýr að því að skapa auknar  tekjur á verkum vernduð af höfundarrétti með því að koma tónlistinni í verk eins og kvikmyndir, sjónvarpsþætti, og auglýsingar. 

Því miður er alltof algengt að tónlistarfólk hafi skrifað undir samninga í gegnum tíðina sem reynast því svo ekki hliðhollir. Það er eiginlega ekki hægt að ofmeta mikilvægi þess að fá faglega þekkingu lögfræðings inn í samningaferlið þar sem sumir samningar ná jafnvel yfir  allt ævistarf tónskáldsins sem undir hann ritar. 

Með þessum umræðum vonumst við hjá ÚTÓN og INNI til að valdefla tónlistarfólk í samningagerð við alþjóðlega bransann með því að bjóða upp á afslappað og öruggt umhverfi með fagaðilum sem eru komin til að upplýsa og svara spurningum. 

Hringborðið fer fram á skrifstofu INNI og er opið öllum. Kokteill fylgir á eftir.

Instagram posts for IA week.png

Tónlistin í Netflixsseríunni KATLA – Morning Coffee with the Nordics LIVE [fer fram á ensku]

4. nóvember. kl. 8:30-10: Hús máls &menningar á laugavegi

Morgunkaffi með Norðurlöndunum er þáttaröð sem unnin er í samvinnu við NOMEX, samtaka útflutningsskrifstofa Norðurlandanna, þar sem við fáum að gægjast á bak við tjöldin á farsælustu tónlistarverkefnunum þar.

Að þessu sinni fáum við að heyra hvernig hljóðsetning sjónvarpsseríunnar ‘KATLA’ var unnin, en hún var ein tíu vinsælustu þáttaraða á Netflix streymisveitunni í júní. Rætt verður við Högna Egilsson, tónskáld sem samdi tónlistina auk Sigurjóns Kjartanssonar sem er meðhöfundur og framleiðandi verkefnisins. Spyrill verður Colm O’Herlihy, stofnandi INNI, fyrsta tónlistarforleggjarafyrirtækis (e. Publishing) Íslands.

Spjallið fer fram í Húsi Máls & Menningar og er opið öllum, en fer einnig fram í streymi.

Samstarf tónskálda og kvikmyndaframleiðenda með Thomas Golubic [fer fram á ensku]

5. nóvember kl. 10-12, listaháskóli íslands

Thomas Golubic heldur fyrirlestur fyrir kvikmyndatónskáld sérstaklega með nytsamlegum heilræðum varðandi vinnuna með leikstjórum og framleiðendum sjónvarpsþátta, en segja má að hann sé eins konar goðsögn í faginu. Hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa valið tónlist fyrir hinar margrómuðu sjónvarpsseríur Breaking Bad, Better Call Saul og The Walking Dead. Þar að auki hefur hann verið formaður samtaka tónlistarstjóra í Bandaríkjunum, starfað við upptökustjórn og hlotið Grammy-tilnefningar sem slíkur.

Hann fer yfir þróunarferlið í heild sinni, frá tengslamyndun og kynningarstarfi fyrir tónskáld yfir í afhendingu á fullunnu verki. Í því felst meðal annars greining á handriti, samvinna við leikstjóra og aðra listræna stjórnendur verkefna, hvernig á að fá hugmyndir, nýta gagnrýni og byggja upp söguna.

Meistaranámskeið og tækifæri til að kynnast erlendum tónlistarforleggjurum // Masterclasses and opportunity to connect with Publishers

Viðburðir sem þarf að sækja um // apply for spots at these events

Meistaranámskeið í umboðsmennsku með Jeremy Lascelles

3. nóvember kl. 15-18, tónklasanum hlemmi

ÚTÓN býður til landsins reynsluboltanum Jeremy Lascelles til að halda meistaranámskeið í umboðsmennsku (e. Management Masterclass), sérstaklega miðað að starfandi umboðsskrifstofum og fagaðilum. 

Jeremy Lascelles og fyrirtæki hans Blue Raincoat eru margrómuð í greininni en hann sinnir ekki einungis umbosðmennsku heldur líka tónlistarforlagningu (e. publishing) og útgáfu. Hann hefur unnið með tónlistarfólki á borð við Phoebe Bridgers, Cigarettes After Sex; Laura Marling, Bon Iver, Fleet Foxes and mörgum fleiri.

Takmarkað sætaframboð, Jeremy velur 5-6 aðila inn úr umsóknum.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

2.png

Meistaranámskeið í tónlistarvali fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti með Thomas Golubic

3. nóvember kl. 10-12, í húsnæði stef á laufásvegi

Í framhaldi af Tónabíói, málþingi um tónlist í kvikmyndum býðst tónskáldum og fagaðilum í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu kostur á að sækja meistaranámskeið (e. Masterclass) um tónlistarstjórnun með sjálfum Thomas Golubic.

Segja má að hann sé eins konar goðsögn í faginu, en hann er meðal annars þekktur fyrir að hafa valið tónlist fyrir hina margrómuðu sjónvarpsseríur Breaking Bad, Better Call Saul og The Walking Dead. Þar að auki hefur hann starfað við upptökustjórn og hlotið Grammy-tilnefningar sem slíkur.

Takmarkað sætaframboð.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

5.png

Einstaklingsfundir með tónlistarforleggjurum

4. nóv kl. 10-12, tónklasinn hlemmi

STEF og ÚTÓN bjóða til landsins hópi af alþjóðlegum tónlistarforleggjurum (e. Publisher) en það eru þeir aðilar sem umsýsla höfundarétt fyrir tónverk á alþjóðamarkaði. Þeirra markmið er að fá tekjur fyrir verkin, oft með því að semja um notkun þeirra í þáttum, kvikmyndum og auglýsingum fyrir þá höfunda sem þeir eru með samning við. Sumir vinna líka í því að búa til samstörf höfunda og svokallaðar tónsmiðjur. Oft geta þessir samningar þýtt töluverðar tekjur fyrir tónskáld og lagahöfunda en henta ekki öllum, og því mikilvægt að kynna sér möguleikana og forsendurnar vel. Markmiðið er ekki síst að dýpka skilning okkar á starfsemi tónlistarforleggjara.

Alls verða sex tónlistarforleggjarar með einstaklingsfundi sem hægt er að sækja um fundi með: ​​Jeremy Lascelles frá Blue Raincoat Music, David McGinnis frá Mute Song, Eric Elvenes frá Knirckefritt Management, Nino Lintermo frá Nordic Music Partners, Riccardo Furrer frá Kobalt og Colm O’Herlihy frá INNI Publishing. 

Takmarkað sætaframboð.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

Fylgist nánar með á Facebook síðu ÚTÓN sem og á nýstofnuðum Instagram aðgangi ÚTÓN.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og vonum að þið komið til með að hafa gagn og gaman af Bransaveislu ÚTÓN, fyrstu vikuna í Nóvember.

Iceland Music