ÚTÓN, STEF, og Tónlistarborgin Reykjavík kynna Bransaveislu dagana fyrir Iceland Airwaves 2023

 
 
 
 

ÚTÓN, STEF og Tónlistarborg Reykjavíkur með stuðningi frá Íslandsstofu halda Bransaveislu nú í annað sinn, en það er dagskrá fyrstu vikuna í Nóvember sem er sérstaklega sett saman fyrir íslenska tónlistarbransann í tilefni af Iceland Airwaves, sem er stærsta og öflugasta showcase hátíð okkar Íslendinga. Bransaveislan verður haldin dagana 1. og 2. nóvember næstkomandi, dagana fyrir Iceland Airwaves hátíðina.

ÚTÓN hefur unnið náið með Iceland Airwaves í gegnum árin og þá sérstaklega þegar kemur að ráðstefnuhluta hátíðarinnar. Í ár tókum við ásamt Tónlistarborginni Reykjavík þátt í að bóka alveg dagskrá ráðstefnunnar þann 3. nóvember og hvetjum við ykkur öll til að ná ykkur í miða á vef Iceland Airwaves.

Okkar hlutverk í þessu samhengi er að bjóða framúrskarandi einstaklingum úr tónlistarbransanum erlendis til Íslands og aðstoða þau við að tengjast inn í íslenskt tónlistarlíf, hvort sem það er með því að kynna þau fyrir tónlistarfólki eða fyrir þau að deila sinni þekkingu með tónlistarsamfélaginu hér. Við erum stolt af því að kynna að boðið verður upp á vinnustofur í umboðsmennsku með Ali Raymond, umboðsmanni Arlo Parks, og tónlistarstjórnun (e. music supervision) með Steven Tallamy, stofnanda WiseMusicGroup á Íslandi.

Við bjóðum líka upp á vinnustofur í útgáfu og umboðsmennsku fyrir sjálfstætt starfandi tónlistarfólk, tengslamyndunarfundi með erlendum fagaðilum og kynnum við nú með stolti dagskrá annarar útgáfu af Bransaveislu, sem haldin verður fyrstu vikuna í Nóvember.

 

Opnir Viðburðir // Open Events

 

02 Nóv, 16:30 - 17:30; kex, skúlagata 28

Pallborð: Tónlistarforleggjarar á Íslandi

PANEL: PUblishing in Iceland

Margir á Íslandi þekkja ekki vel hvað ‘tónlistarforleggjarar’ (e. music publishing) eru, en þetta eru í raun einkarekin höfundarréttarfyrirtæki sem vinna að því að auka tekjur þeirra tónhöfunda sem eru á mála hjá þeim. Í dag starfa þrjú fyrirtæki sem tónlistarforleggjarar hér á landi. INNI Music hefur starfað í 4 ár, umboðsskrifstofan Iceland Sync eru að byggja upp forleggjarastarfsemi sem hluta af sínum rekstri og nú í árslok opnar hið alþjóðlega WiseMusicGroup skrifstofu í Reykjavík.

Við bjóðum því velkomin í pallborð þau:
– Colm O’Herlihy, INNI Music
– Brynja Guðmundsdóttir, Iceland Sync
– Steven Tallamy, WiseMusicGroup

Samtalinu verður stýrt af Christiana Sudano sem hefur unnið hjá stórum tónlistarforleggjara, Concord, í Bandaríkjunum.

Pallborðið verður haldið á Gym & Tonik í KEX og er opið öllum.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 
 

01 Nóv, 18:00 - 21:00; kex, skúlagata 28

MMF (Music Managers Forum) – nú starfrækt á Íslandi

MMF Iceland launch

Music Managers Forum (MMF) eru stærstu félagasamtök umboðsmanna í heimi. Þeirra hlutverk er að skapa vettvang til að hvetja umboðsmenn til dáða, skapa tengsl, og miðla upplýsingum inn í þessa mikilvægu starfsgrein tónlistariðnaðarins. Með því að setja á stofn MMF Iceland að bresku fyrirmyndinni er formgert tengslanet fyrir íslenska fagaðila sem starfa að umboðsmennsku, sem og að styrkja tengslin út á við.

Opnunin verður haldin á Gym & Tonik í KEX og er opið öllum.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 
 

02 Nóv, 14:00 - 16:00; kex, skúlagata 28

Tengslamyndunarfundir með fagaðilum í tónlist

speed-meetings with international music industry professionals

Haldnir verða tengslamyndunarfundir þar sem hægt er að sækja um 10 mínútur í ‘speed-dating’ fund við þá fagaðila sem ÚTÓN, STEF, Tónlistarborgin Reykjavík og Íslandsstofa eru að bjóða til landsins.

Við hvetjum umsækjendur til að nýta þennan stutta tíma vel til að tengjast og koma sínum verkefnum skýrt frá sér. Í þetta sinn er mættur fjölbreyttur hópur fagaðila sem hægt er að hitta, en það er úr öllum hornum tónlistarbransans: útgefendur, umboðsmenn, bókarar og fjölmiðlafólk frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Nýja Sjálandi og Íslandi.

Nánari upplýsingar um hvern aðila má nálgast hér að neðan. Endilega kynnið ykkur vel þessa aðila á þessari síðu og sendið svo inn umsókn á forminu hér.

Tengslamyndunarfundirnir verða haldnir á Gym & Tonik í KEX og þarf að sækja um þattöku
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 

Meistaranámskeið, vinnustofur og tengslamyndunarfundir // Masterclasses, Workshops, and Networking Speed-dating

 

01 Nóv, 10:00 - 12:00; á skrifstofu STEF, Laufásvegi 40

Meistaranámskeið í umboðsmennsku með Ali Raymond, umboðsmanni Arlo Parks

Management masterclass

Ali Raymond heldur meistaranámskeið fyrir íslenska umboðsmenn (e. management), eða þá aðila sem hafa áhuga á að leggja fyrir sig þann vettvang.

Ali Raymond stofnaði Beatnik Creative árið 2013 sem er sjálfstæð umboðsskrifstofa og lítil plötuútgáfa. Hann hefur sinnt ýmsum hlutverkum í tónlistarbransanum í yfir 15 ár, til að mynda sem blaðamaður, almannatengill, A&R, og tónleikahaldari.

Í dag er hann umboðsmaður margverðlaunuðu tónlistarkonunnar Arlo Parks ásamt Miso Extra og Lana Lubany. Árið 2021 hlaut hann “Breakthrough Manager of the Year" verðlaun MMF. Árið 2022 sameinaðist Beatnik umboðsskifstofunni Blue Raincoat Artists sem er með Phoebe Bridges, Cigarettes After Sex and Nova Twins á sínum snærum.

Takmarkað sætaframboð, Ali velur aðila inn úr umsóknum.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 
 

01 Nóv, 13:00 - 14:30; kex, skúlagata 28

Vinnustofa: Útgáfa á tónlist fyrir sjálfstætt starfandi tónlistarfólk með Nina Radojewski frá AIM

”EMPOWERING THE DIY ARTIST TO SELF-RELEASE”

Nina Radojewski frá AIM (Association of Independent Music) býður upp á vinnustofu sem leiðir sjálfstætt starfandi tónlistarfólk í gegnum hvernig á að nálgast útgáfu fyrir sjálfstætt starfandi tónlistarfólk. Viðburðurinn er opinn bæði fyrir tónlistarfólk og aðra fagaðila sem koma að útgáfu á tónlist.

Nina Radojewski leiðir fræðslu fyrir fagaðila og meðlimi AIM, the Association of Independent Music, AIM eru hagsmunasamtök sjálfstæða tónlistargeirans í Bretlandi, en þar í landi er fjórðungur af allri tónlist sem er gefin út, gefin út sjálfstætt. Nina leiðir fræðslustarf AIM sem felur í sér að halda vinnustofur, námskeið, ráðstefnur fyrir meðlimi AIM með það að markmiði að auka þekkingu þeirra á síbreytilegu umhvefi tónlistarbransans, og tileinka sér nýjar aðferðir til að ná árangri í tónlist. Nina er einnig stjórnarformaður UK Music’s Education and Skills Comittee og er lykilþátttakandi í þróun nýrra staðla þegar kemur að starfsmenntun hjá útgáfufyrirtækjum og forleggjurum sem og að aðstoða ungt atvinnufólk í tónlistarbransanum við að finna sér nýjar leiðir í gegnum the Music Academic Partneship Programme.

Takmarkað sætaframboð, Nina velur aðila inn úr umsóknum.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 
 

01 Nóv, 15:00 - 16:30; kex, skúlagata 28

Vinnustofa: “Að vera sinn eigin umboðsmaður”

”EMPOWERING THE DIY ARTIST TO SELF-MANAGe”

Christina Sudano stofnandi Do Less Mangagement býður upp á vinnustofu þar sem hún útskyrir fyrir tónlistarfólki, ýmis tól til að geta betur stýrt eigin tónlistarverkefnum á árangursríkan hátt. Viðburðurinn er opinn bæði fyrir tónlistarfólk og aðra fagaðila sem koma að útgáfu á tónlist.

Christiana Sudano starfaði hjá Universal Music Group (Taylor Swift, The Weeknd, Maddie & Tae, Ghost, Sabrina Carpenter) áður en hún fór yfir til Concord Music (Joni Mitchell, James Taylor, R.E.M). Hún hefur séð ótal breytingar í tónlistarbransanum á þeim 10 árum sem hún hefur starfað í geiranum, við allt frá útgáfu yfir í tónlistarforlagnir og svo nú í umboðsmennsku.

Sérþekking Christiana er að notfæra sér tækninýjungar til að framkvæma árangursríkar markaðherferðir, og talar hún sérstaklega fyrir málstað ungra kvenna í tónlistarbransanum.

Takmarkað sætaframboð, Christiana velur aðila inn úr umsóknum.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 
 

02 Nóv, 10:00 - 12:00; á skrifstofu STEF, Laufásvegi 40

Meistaranámskeið í tónlistarstjórnun með Steven Tallamy, stofnanda WiseMusicGroup á Íslandi

Music supervision masterclass

Steven Tallamy heldur meistaranámskeið fyrir þá aðila sem hafa áhuga á að komast í tónlistarstjórnun (e. music supervision) og skilja nánar út á hvað hlutverkið gengur.

Námskeiðið mun svara spurningum eins og ‘Hvað er tónlistarstjórnun?’ og mun Steven kafa ofan í ferlið frá handriti til frumsýningar, þar á meðal hvernig unnið er með tónskáldum, leikstjórum, klippurum, framleiðendum, hvernig á að leggja til lög, allt tengt réttindum og margt fleira. Þáttakendur munu fá skilning á hvernig skal byggja upp sambönd, taka þátt í hugmyndavinnu, og hvernig má nýta tónlist í að segja sögu í formi kvikmyndar.

Steven Tallamy hefur unnið í tónlistarbransanum í yfir 35 ár. Hann hefur starfað fyrir þónokkur stór útgáfufyrirtæki og tónlistarforleggjara, til að mynda Universal Music UK, Sony Music Nordics og Edition Wilhelm Hansen/Wise Music. Á síðastliðnum 8 árum hefur hann þróað Music Supervision þjónustu innan WiseMusicGroup sem nú árið 2022 stækkar en í nóvember opna Edition Wilhelm Hansen/Wise Music skrifstofu í Reykjavík.

Takmarkað sætaframboð, Steven velur aðila inn úr umsóknum.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 

02 Nóv, 11:20 - 13:30; kex, skúlagata 28

Vinnustofa: “Engin tónlist á dauðri plánetu”

No music on a dead planet

Lewis Jamieson (almannatengill, Music Declares Emergency), Reykjavík Music City og Iceland Music standa fyrir vinnustofu fyrir tónlistarfólk, starfsaðila tónlistariðnaðarins og tónlistaráhugafólk til að ræða hvernig tónlistarbransinn getur tekist á við loftlagsvánna.

Hvernig má láta verkin tala fyrir þeim áríðandi breytingum sem við öll þurfum að innleiða vegna neyðarástandsins í loftlagsmálum, og nýtt tónlist sem hvata fyrir þessum mikla almannahag. Hvernig má láta tónlistina tala fyrir betri veröld fyrir okkur og komandi kynslóðir?

Hvernig geta listamenn notað verk sín og áhrif til að tala fyrir breytingum og virkað sem hvati fyrir almannahag og þátttöku í neyðartilvikum í loftslagsmálum? Hvernig getur tónlist varpað fram betri heimi? Á fundinum munum við skoða vel landslagið sem við vinnum í, hvað hefur virkað, hvaða áhrif hafa náðst og hvernig getum við sem tónlistarsamfélagið áfram unnið markvisst að lausnum sem skila árangri – því það er jú engin tónlist á dauðri plánetu.

Nánari upplýsingar á Facebook viðburði >>

 
 

Við hvetjum íslenska tónlistarsamfélagið jafnframt til að fjölmenna á Iceland Airwaves tónlistarhátíðina og ráðstefnuna. Miða má nálgast hér >>

Fylgstu með á Facebook og Instagram.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest í nóvember!

Iceland Music