ÚTÓN, Tónlistarborgin Reykjavík, og Sena kynna ráðstefnu Iceland Airwaves 2022

 

Ráðstefnuhluti Iceland Airwaves hátíðarinnar 2022 fer fram fimmtudaginn 3.nóvember og föstudaginn 4.nóvember. Í ár verður fjallað um málefni á við ástand tónleikabransans eftir COVID-19, hvaða hlutverk plötuútgefendur spila í bransanum í dag, sameiningarkraft tónlistar á stormasömum tímum og margt fleira.

ÖLL PALLBORÐ TILKYNNT

ÚTÓN og Tónlistarborgin Reykjavík sjá um dagskránna fyrri daginn og við kynnum hana hér með stolti.

 

THE CHANGING TIDES OF MANAGEMENT

Fyrsta pallborð dagsins fjallar um breytileika umboðsmennskju í tónlist en Paul Bonham fá MMF stýrir viðburðinum. Sérstakur gestur verður Ali Raymond sem vann MMF verðlaunina “Breakthrough Manager of the Year” árið 2021 fyrir vinnu sína með tónlistarkonunni Arlo Parks. Aðrir viðmælendur verða Nick Knowls, umboðsmaður Eydísar Evensen og Sóleyjar, hinn breski Dan Potts frá Red Light Managment, Maria Torres frá Mother Artists sem og og Christiana Sudano.


Ali Raymond, Paul Bonham og Christiana Sudano munu einnig taka þátt í Bransaveislu ÚTÓNs sem fer fram fyrr í vikunni.

  • Ali Raymond mun halda vinnustofu fyrir fagaðila í íslenska tónlistarbransanum sem stefnir á útflutning á tónlistarfólkinu sem það vinnur með. Skráning hér >>

  • Christiana Sudano mun halda vinnustofu til að valdefla sjálstætt tónlistarfólk til þess að vera sínir eigin umboðsmenn. Skráning hér >>

  • Paul Bonham mun, ásamt íslenskum umboðsmönnum, mun halda viðburð á KEX til að kynna stofnun MMF (Music Managers Forum) á Íslandi. Nánari upplýsingar síðar.

 

HOW FAN CULTURE SURVIVED THE ALGORITHM

Þetta áhugaverða pallborð fjallar um samfélög aðdáenda á netinu en í þessu pallborði munu fagaðilar innan bransans ræða hvernig sérhæfðum samfélögum hefur tekist að búa sér til pláss í hlustunarumhverfi sem einkennist meira og meira af vanvirkni. Viðmælendur verða Pierre Hall frá Speed Wunderground, Aidan Grant sem rekur PR skrifstofuna Different Sauce sem sérhæfir sig í að koma lögum inn á hefðdbuna miðla sem og TikTok á sanngjarnan hátt, umboðsmann Kælunnar Miklu, Megan Burns, og Þura Stína, tónlistarkona og meðlimur Daugthers of Reykjavík.

 

DOES BEING QUEER HELP ARTISTS CREATIVELY?

Staðalímyndir verða undir smásjá í þessu pallborði en Magnús Bjarni Gröndal (Mighty Bear) mun ræða við Samantha Togni og Heiðrik á Heygum úr Kóboykex, Huldu Kristínu úr Huldaluv og Sigríði Eyþórsdóttur úr Systrum um hvort það að vera hinsegin sé listamönnum hjálp eða hindrun þegar kemur að listsköpun.

THE BIG TALK: THE CLIMATE CRISIS & CULTURAL INDUSTRIES

“Big Talk” dagsins mun fjalla um dýnamíkina milli lofslagsvánnar og menningariðnaðarins. Lewis Jamieson frá Music Declares Emergency, Vigdís Jakobsdóttir stjórnandi Listahátíðar Reykjavíkur, tónlistarkonan Sóley og Njörður Sigurjónsson, Ph.D., prófessor í menningarstjórnun við Bifröst munu taka að sér að kryfja þetta stóra málefni.

Jafnframt verða panelar um hlutverk plötufyrirtækja og svo koma Laufey og umbosðmaðurinn hennar saman í spjall um hvernig samstarf þeirra hefur blómstrað í eina skærustu stjörnu okkar Íslendinga um þessar mundir.

Skráning á ráðstefnuna er hafin. Miðinn kostar 34.900 ISK í almennri sölu en 29.900 ISK fyrir samstarfsfólk Iceland Airwaves, sem og listamenn.

Miði á ráðstefnuna felur í sér:

  • Iceland Airwaves ráðstefnu 3. og 4. nóvember

  • Iceland Airwaves tónlistarshátíð 3.-5. nóvember

  • Fjölda tækifæra til tengslamyndunnar

  • Aðgang að lista af þátttakendum í ráðstefnunni

  • Tengslamyndunnarmorgunverðir 3. og 4. nóvember

  • Drykki á “happy hour” föstudaginn 4. nóvember

  • Boð í opnunarpartý Iceland Airwaves 3.nóvember

  • Miða á Airwaves Plus verðlaunaafhendingu 4.nóvember

  • Boð á viðburði og uppákomur sem ekki eru opin almenningi

  • + alla kostina við Airwaves Plus, þar á meðal forgangsaðgangur að tónleikastöðum, afslættir og fleira

Sem miðahafi á ráðstefnuna færðu einnig boð á Iceland Airwaves Conference hádegisverð til tengslamyndunnar bæði fimmtudaginn 3. nóvember og föstudaginn 4. nóvember. Þú getur bókað hádegisverðinn um leið og þú skráir þig á ráðstefnuna.

VINNUSTOFUR OG FYRIRLESTRAR ÆTLAÐ TÓNLISTARFÓLKI 1.-2. NÓVEMBER

Líkt og komið hefur fram þá munu ÚTÓN og Tónlistarborgin Reykjavík halda svokallaða Bransaveislu sem mun einkennast af fjölda bransamiðaðra viðburða í samstarfi við STEF og Íslandsstofu. Boðið verður upp á vinnustofur í umboðsmennsku og tónlistarstjórnun af Ali Raymond, umboðsmanni Arlo Parks, og Steven Tallamy sem er að stofna útibú WiseMusicGroup, sem fyrst allra á Íslandi mun sérhæfa sig í tónlistarstjórnun fyrir kvikmyndir og sjónvarpsefni.

Einnig verður boðið upp á tengslamyndunar hraðfundi, pallborðsumræður og vinnustofur, allt hugsað sérstaklega fyrir sjálfstæðu tónlistarsenuna á Íslandi. Viðburðirnir kosta ekkert en mikilvægt er að áhugasamir skrái sig en þáttakendafjöldi verður takmarkaður.

Bransaveislan mun fara fram þriðjudaginn 2. nóvember og miðvikudaginn 3.nóvember.
Frekari upplýsingar og skráningu má finna
hér að neðan.

Iceland Music