ÚTÓN leitar að íslenskum tónlistarfyrirtækjum til að taka þátt í Trade Mission Ja Ja Ja í London í Nóvember
ÚTÓN og samstarfsverkefni útflutningsskrifstofa í tónlist á norðurlöndum, NOMEX, hafa um árabil haldið úti klúbbakvöldum í London og Berlín sem hefur það að markmiði að bjóða bransafólki í þessum borgum að sjá tónlist undir merkjum Ja Ja Ja!.
Nú þegar ferðalög eru að fara í gang aftur, hefur verið ákveðið að skipuleggja viðskiptaferð (Trade Mission) til London 17 og 18 Nóvember næstkomandi.
2-3 aðilar frá Íslandi fá 50.000 króna ferðastyrk frá ÚTÓN til þess að fara í þessa ferð auk þess sem hægt er að sækja um ferðastyrk í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar. Búið verður að setja saman fjölbreytta dagskrá sem miðar að því að tengja norræn fyrirtæki í tónlist við breska markaðinn, endurlífga tengslamyndun og hjálpa norrænu fagfólki að koma í gang verkefnum á Bretlandsmarkaði.
Ferðin er miðuð við að tengja norræn útgáfufyrirtæki, umboðsskrifstofur, tónleikabókara og fleiri í geiranum við viðeigandi viðskiptaaðila í Bretlandi í formi pallborðsumræðna, fyrirtækjaheimsókna, tengslamyndunarfunda og fyrirlestra.
Nánari upplýsingar má finna hér.
Umsóknarfrestur er til 27. október.