Tónabíó – Dagskrá
Málþing fyrir kvikmynda- og tónlistariðnaðinn um samspil þessara greina og þá sérstaklega um framkvæmd tónsetninga á þáttum og kvikmyndum. Margir af helstu sérfræðingum heims koma hingað til lands til að ræða við íslenska fagaðila í tónlist og kvikmyndum til að kynna hvernig þessar greinar geta best unnið saman.
Það eru þau Thomas Golubic tónlistarráðgjafi m.a. fyrir þættina The Walking Dead og Breaking Bad, Tim Husom frá Redbird Music sem var meðal annars umboðsmaður Jóhanns heitins Jóhannssonar, Alfons Karabuda, forseta ECSA og IMC sem mun ræða uppkaupssamninga, Steve Schnur, sem er yfir tónlist hjá Electronic Arts leikjafyrirtækinu sem og okkar Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaunahafi sem samdi tónlistina fyrir meðal annars kvikmyndina Joker.
Tónabíó er samstarfsverkefni ÚTÓN, STEF, Íslandsstofu, Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og RIFF.
Miðaverð: 2.900 kr.