Tónabíó – Dagskrá

Málþing fyrir kvikmynda- og tónlistariðnaðinn um samspil þessara greina og þá sérstaklega um framkvæmd tónsetninga á þáttum og kvikmyndum. Margir af helstu sérfræðingum heims koma hingað til lands til að ræða við íslenska fagaðila í tónlist og kvikmyndum til að kynna hvernig þessar greinar geta best unnið saman. 

Það eru þau Thomas Golubic tónlistarráðgjafi m.a. fyrir þættina The Walking Dead og Breaking Bad, Tim Husom frá Redbird Music sem var meðal annars umboðsmaður Jóhanns heitins Jóhannssonar, Alfons Karabuda, forseta ECSA og IMC sem mun ræða uppkaupssamninga, Steve Schnur, sem er yfir tónlist hjá Electronic Arts leikjafyrirtækinu sem og okkar Hildur Guðnadóttir Óskarsverðlaunahafi sem samdi tónlistina fyrir meðal annars kvikmyndina Joker. 

Tónabíó er samstarfsverkefni ÚTÓN, STEF, Íslandsstofu, Tónlistarborgarinnar Reykjavíkur, Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og RIFF.

Miðaverð: 2.900 kr.


Setning og ávarp málþingsstjóra

Anna Hildur Hildibrandsdóttir

Music Supervision, hvað er það?

Thomas Golubic

Uppkaupssamningar (e. buy-out)

Alfons Karabuda

Samtal leikstjóra og tónskálds

Nanna Kristín Magnúsdóttir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.
Spyrill: Baldvin Z

Umboðsmennska kvikmyndatónskálda

Tim Husom, spyrill: Sigtryggur Baldursson

Tónlistarstjórn í íslenskum sjónvarpsþáttum

Silja Hauksdóttir, Jófríður Ákadóttir, Birgir Örn Steinarsson- Systrabönd.
spyrill: Tinna Proppé

Hildur Guðnadóttir

Spyrill: Steve Schnur frá EA Games

Samtal klippara og leikstjóra

Valdís óskarsdóttir og ragnar bjarnason

Samspil tónlistar og myndmáls í kvikmyndaframleiðslu

Herdís Stefánsdóttir, Sigurjón kjartansson, viktor orri árnason, hrönn kristinsdóttir

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest og minnum á aðra viðburði Bransaveislu, þessa fyrstu viku Nóvember.

Sjáið dagskrá vikunnar hér >>

Iceland Music