Ráðstefna Iceland Airwaves aldrei metnaðarfyllri

 

RÁÐSTEFNUDAGSKRÁ ICELAND AIRWAVES ALDREI METNAÐARFYLLRI, YFIR 30 HEIMSKLASSA FAGAÐILAR Í TÓNLIST, NÝSKÖPUN OG SKAPANDI GREINUM Á LEIÐ TIL LANDSINS 2-3 NÓVEMBER 2023 FULLTRÚAR NETFLIX, SPOTIFY, GOOGLE, YOUTUBE, EA, UNIVERSAL, WARNER, HRÓARSKELDU ÁSAMT FORSETAFRÚ ÍSLANDS RÆÐA ALGÓRIÞMA, FJÁRFESTINGAR Í TÓNLIST, NÝSKÖPUN, OG FARA Á TRÚNÓ MEÐ SIGUR RÓS. 

Í samstarfi við ÚTÓN og Tónlistarborgina Reykjavík með stuðningi frá Íslandsstofu, býður Iceland Airwaves heimsklassa fagaðilum í tónlist á þennan stærsta ráðstefnuvettvang Iceland Airwaves til þessa. 

“Dagskrá ráðstefnu Iceland Airwaves árið 2023 er sú glæsilegasta hingað til! Við getum ekki beðið eftir að fá þessa fagaðila sem hvert skarar fram úr á sínu sviði hingað heim, og skapa þeim jafn spennandi vettvang og tónleikasviðin hafa boðið upp á síðan árið 1999. Við erum spennt að kafa ofan í umræður sem ögra ríkjandi viðmiðum og fagna hinum einstaka anda íslenskrar sköpunar.“
- Ísleifur Þórhallsson, Framkvæmdastjóri Senu  

Í ár mun viðfangsefni ráðstefnunnar snerta á sköpun, tækni, starfænar umbreytingar, fjárfestingar og fleira. Áhugasamir um þessi málefni í samhengi tónlistar og skapandi greina, skapandi hugsunarháttar ættu að geta fundið innblástur og dýpt sína þekkingu og innsýn. Meðal pallborðsumræðna verður rætt um hvernig áföll geta verið stökkpallur fyrir ný tækifæri, og hið alíslenska Þetta Reddast hugtak verður grandskoðað í alþjóðlegu samhengi, og stríðið um athygli fólks fær vettvang á sviðinu einnig.

Landið sækja meðal annars Sarah McMullen sem vinnur að tónlistarframleiðslu hjá NETFLIX, Emma Vikström sem er í tónlistarvali á streymisveitunni Spotify, Steve Schnur forseti tónlistar hjá tölvuleikjarisanum EA, og Natasha Kilibarda varaforseti markaðssviðs Universal Music Group

Pallborðsumræðum er gjarnan stýrt af virtum blaðamönnum, eins og til dæmis Robert Levine frá Billboard, Brian Hiatt frá Rolling Stone, og Luke Bainbridge frá The Guardian

Bókarar þekktra tónlistarhátíða munu jafnframt ljá rödd sína umræðum, en Oskar Strajn frá ESNS (Eurosonic) og Stefan Gejsing frá Hróarskeldu eru í pallborði. Aðrir leiðtogar láta sig ekki vanta, en bæði forsetafrú Íslands Eliza Reid eru tilkynntar á dagskrá. 

Önnur umræðuefni eru af hverju eru öll indie-krúttin okkar farin að semja kvikmyndatónlist, hvort að jaðarsvæði geti lært eitthvað af íslenska umhverfinu, og hvernig tónlist tekur æ meiri þátt í okkar daglegu tilveru. Að lokum fer Bergur Ebbi á Trúnó með Sigur Rós

Mikið verður um óformlegri viðburði eins og gleðistund, partí og aðra tengslamyndunarviðburði. Þannig er ráðstefnan tilvalin vettvangur til að stækka tengslanetið bæði innanlands og utan. Hver ráðstefnudagur endar að sjálfsögðu á að dagskrá Iceland Airwaves hefst formlega á stöðum bæjarins, með tilheyrandi tónlistardýrð fram á nótt. 

Opið er fyrir skráningar og kostar miði á ráðstefnuna 34.900 krónur en miðaverð mun hækka innan skamms. Sérstakur afsláttur er í boði fyrir ykkur sem kaupið miða á þessari slóð sem útón kynnir.

Miði á ráðstefnuna veitir aðgang að bæði ráðstefnu og tónlistarhátíðinni sjálfri auk PLUS uppfærslunnar sem veitir forgang inn á tónleikastaði. Stakur ráðstefnumiði og ráðstefnu dagpassar fara í sölu á næstu vikum.

 
Iceland Music