Opið fyrir umsóknir á Classical:NEXT
Næsta hátíð: 14 - 17 Maí 2024
Umsóknarfrestur: 6. Október 2023
Hvar? Berlín, Þýskaland
Tónlistartegundir:
Klassísk :-)
Showcase hátíðin Classical:NEXT er búin að opna fyrir umsóknir. Hátíðin verður haldin 14 - 17 Maí 2024 í Berlín, Þýskalandi. Á hátíðinni koma saman útgáfufyrirtæki, auglýsingastofur, hátíðarframleiðendur, bókarar, útvarpsstöðvar, fjölmiðlafulltrúar og allskonar áhugafólk um Klassíska tónlist, til að tengjast, uppgötva nýja hæfileika og njóta.
Showcase hátíðir (e. faghátíðir) eru frábrugðnar hefðbundnum tónlistarhátíðum þar sem stór hluti tónleikagesta eru fagfólk úr tónlistarbransanum og þær geta verið stökkpallur á alþjóðlegan tónlistarmarkað þegar vel er að staðið. Slíkar hátíðir eru mikilvægur liður í útflutningi á íslenskri tónlist.
Ef ætlunin er að koma tónlistarverkefni á framfæri á showcase hátíð er mikilvægt að kynna sér vel stefnu hverrar hátíðar og setja sér skýr markmið með þátttöku, einnig er nauðsynlegt að tónlistarverkefnið sé tilbúið til útflutnings (e. export ready).
Við mælum helst með því að tónlistarmenn sem fara inn á hátíðina taki með sér umboðsmann, eða amk einhvern sem getur sinnt því hlutverki á hátíðinni, sem getur talað ykkar á máli inn í bransann sem verður á staðnum.
Íslenskt tónlistarfólk sem bókað er á hátíðina getur sótt um ferðastyrk í Útflutningssjóð. Þið getið jafnframt haft samband við starfsfólk ÚTÓN ef það eru frekari spurningar um útflutningssjóð .
Við hvetjum ykkur til að skoða vel hvort að þáttaka í Classical:NEXT sé tímabær vettvangur fyrir ykkur. Ef svarið er já, þá viljum við endilega hvetja ykkur til að setja púður í þrusu-umsókn og sækja um.