LÓN & Brek íslensku atriðin á Nordic Folk Alliance 2023

 

LÓN og BREK koma fram fyrir hönd Íslands á Nordic Folk Alliance, tónlistarhátíð og ráðstefnu fyrir Norræna þjóðlagatónlist sem haldin verður í Hróarskeldu í Danmörku í Apríl.

 
 

Hljómsveitin LÓN er kannski ný fyrir mörgum, en hún er samsett af þjóðþekktu listamönnunum Valdimar Guðmundssyni, Ásgeiri Aðalsteinssyni og Ómari Guðjónssyni þar sem þeir kafa ofan í þjóðlaga (e. “folk music”) rætur sínar. Bæði LÓN og Brek hafa undanfarið vakið mikla athygli erlendis, en bæði böndin voru á systurhátíðinni International Folk Alliance sem haldið var í Kansas nýverið. Hljómsveitin Brek leikur aðallega frumsamda, alþýðu skotna tónlist með áhrifum úr ýmsum áttum. Áhersla er á að tvinna saman hinum ýmsu áhrifum frá mismunandi stílum þjóðlaga- og dægurtónlistar.

Þjóðlagatónlist nær til þeirrar tónlistarstefnu sem berst manna millum í gegnum aldirnar og byggir á sagnahefð. Tónlistin er oft rödduð eða leikin á hefðbundin hljóðfæri og nýtur sín best í lifandi flutningi.

Nordic Folk Alliance verður haldinn í þriðja sinn þann 18-20. apríl 2023 í Hróarskeldu í Danmörku. Hátíðin er alþjóðlegur vettvangur fyrir þjóðlagatónlist (e. ‘folk music’) og er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum. Á hátíðinni koma saman fagaðilar og unnendur þjóðlagatónlistar og skapa vettvang fyrir rísandi stjörnur á markaðnum.

Á Nordic Music Alliance 2023 koma fram: 

Anna Ekborg Hans-Ers (SE), Ánnámáret (FI), AySay (DK), Brek (IS), En:1 (DK), Eriksson/Myhr/Malmström (NO), Hialøsa (SE), LÓN (IS), Spöket i köket (SE), Siustamon Sähkö (FI), Susanne Lundeng (NO), Sylfide (DK), Synnøve Brøndbo Plassen (NO), Tsuumi Sound System (FI)

Tónlistarfólk á dagskránni sem er vert að minnast á er til dæmis Anna Ekborg Hans-Ers og Suistamon Sähkö. Anna Ekborg er með þekktustu fiðluleikurum í svíþjóð og hefur verið tilnefnd til sænska grammy verðlauna. Hún hefur unnið Þjóðlaga tónlist ársins (e.“folk music of the year”) á “Manifestgalan” og “Dalecarlia Music Awards”. Suistamon Sähkö voru opnunaratriðið fyrir World Music Expo Womex Tampere árið 2019 og aðalverðlaunahafar fyrir tónlistarmyndbandið þeirra “Kutsu” á Oulu Music Video Festival haustið 2021.

Nordic Folk Alliance er skipulagt af NOMEX, samstarfsvettvangs Norrænu útflutningsskrifstofana: Music Norway, Export Music Sweden, Music Finland, Iceland Music og Tempi.

Athugið að ÚTÓN er að setja saman sendinefnd þeirra sem hafa áhuga á að mæta á staðinn. Ef þið hafið áhuga á að mæta, endilega heyrið í starfsfólki ÚTÓN um afslátt á miðum og að verða hluti af sendinefnd Íslands á Nordic Folk Alliance í Danmörku 2023 :))

Iceland Music