Umsóknir opnar fyrir Nashville Trade Mission – Maí 2023
Hin árlega tengslamyndunarferð NOMEX verður farin til NASHVILLE þann 16-17 maí næstkomandi, þar sem NOMEX býður til veglegrar dagskrárr samhliða Music Biz ráðstefnunni. ÚTÓN tekur þátt í verkefninu sem hluti af NOMEX og verða allt að 3 aðilar frá Íslandi valdir til þátttöku. Að þessu sinni verður áherslan á forleggjara og lagahöfundastjórnun og hvetjum við íslenska tónlistarforleggjara sérstaklega til að sækja um þátttöku. Ferðin er skipulögð af Music Finland.
DAGSETNINGAR:
Music Biz ráðstefnan er 15-18 maí, 2023.
NOMEX Trade Mission er samhliða, 16-17 maí 2023.
AF HVERJU NASHVILLE?
Bandaríski tónlistariðnaðurinn er farinn að flytjast meira og meira til Nashville, og jafnvel af ströndunum. Sérstaða Nashville er einkum í forlagningu og við lagasmíðar. Norrænn hópur fór á Music Biz ráðstefnuna í fyrra með framúrskarandi árangri og var þess vegna ákveðið að fara með NOMEX Trade Mission árið 2023 til Nashville, sem jafnframt er Tónlistarborg (eins og Reykjavík).
AF HVERJU NOMEX TRADE MISSION?
Markmið NOMEX er ekki bara að styrkja tengslin sem Norðurlöndin hafa inn á Bandaríkjamarkað, heldur líka skapa tækifæri fyrir framtíðarstamstarf og skilja markaðinn betur.
Music Biz Conference, parallel NOMEX program on-site and off-site
4 days conference program
Access to key invite only networking events
2 days NOMEX program + optional Nordic reception another day
Curated panels & roundtables
experts attending Music Biz
Off-site events and meetings, such as (TBC):
AIMP (Association of Independent Music Publishers)
NSAI (Nashville Songwriters Associations International)
MLC (Mechanical Licensing Collective)
TONS (The Other Nashville Society)
PRO's (BMI, ASCAP, SESAC)
Project Music & Entertainment - Accelerator run out of Entrepreneur Center.
Music City Music Council
Tailored company visits (when possible for a large group of companies): Concord, Third Man Records, Reservoir, Big Yellow Dog…
ÚTÓN velur úr umsóknum þá aðila sem þykja eiga mest erindi inn á þennan vettvang. Ætlast til er að þáttekendur svari kostnaði umfram veitta styrki. Umsóknir fyrir þátttöku í tengslamyndunarferð NOMEX til Nashville fyrir forleggjara 16.-17.maí 2023. ÚTÓN tekur þátt í verkefninu sem hluti af NOMEX. Þau sem verða valin til þátttöku fá 100.000 kr ferðastuðning frá ÚTÓN auk þess sem hægt er að sækja um ferðastyrk í Útflutningssjóð.