“Væntingastjórnun fyrir umboðsmenn”, “Stafræn Kulnun” og aðrar skýrslur frá MMF aðgengilegar hér

Í tengslum við Iceland Airwaves 2022 hátíðina hélt ÚTÓN “Bransaveislu” ásamt góðum samstarfsaðilum, Íslandsstofu, STEF, og Tónlistarborginni Reykjavík. Einn af mest sóttu dagskrárliðunum var stofnun íslenskrar starfsemi félagasamtaka MMF, en það er stærsta tengslanet umboðsmanna í heimi.

“Með því að stofna sjálf­stæða deild á Ís­landi með fyrir­mynd og stuðningi
Bret­lands­deildarinnar verða með­limirnir hluti af al­þjóð­legu sam­fé­lagi á sama tíma og þeir styðja við sí­vaxandi sam­fé­lag um­boðs­manna á Ís­landi. Þá ljá sam­tökin ís­lenskum lista­mönnum rödd, hér á landi og víðar.”

— Kim Waagenar, stjórn MMF Iceland

Til að byggja áfram á því góða starfi langar okkur að koma áfram gögnum frá höfuðstöðvum MMF sem við teljum að eigi erindi inn í tónlistarsamfélagið hér á Íslandi, en það eru skýrslur um eftirfarandi þemu:

Tekjur og reglugerðir innan streymisiðnaðarins - Stafræn Kulnun - Væntingastjórnun fyrir umboðsmenn

 
 
 

“Dissecting The Digital Dollar” er röð skýrslna, leiðbeininga og verkfæra frá MMF sem er hannað til að hjálpa lista og umboðsmönnum að skilja betur streymis iðnaðinn. Skýrslurnar voru unnar fyrir MMF af tónlistarfyrirtækinu CMU Insights. Skýrsluna má finna hér

 

MMF hefur haldið tvo umræðuhringi með yfir 40 umboðsmönnum um stafræna kulnun. Samantekt á þessum hringborðsumræðum og hugsanleg næstu skref má finna hér.

Í Desember 2021 gaf MMF út seinni hluta “Managing Expectations” seríunnar (e. Væntingastjórnun fyrir umboðsmenn) með áherslu á umboðsmennsku, tónlistar framleiðendur (e. Music producers) og lagahöfunda. Skýrsluna Má finna hér

 
 
 

 

MMF (Music Managers Forum) er stærsta tengslanet umbosðmanna í heimi. Tilgangur samtakanna er ekki bara að styrkja tengslin innbyrðis heldur vera hagsmunasamtök fyrir umboðsmenn sérstaklega út á við og gagnvart stjórnvöldum og öðrum hagsmunaaðilum í tónlist. 

Hægt er að skrá sig sem meðlim hér >>





Endilega lesið nánar um stofnun MMF á Íslandi í eldri frétt >>

 
 
 
Iceland Music