Iceland Airwaves á SXSW hátíðinni í Texas 2023

 

Iceland Airwaves sýna einvalalið okkar rísandi stjarna á stórhátíðinni SXSW í Texas nú í mars. Þar koma fram Eydís Evensen, Árny Margrét, LÓN og Vök frá Íslandi og fylgja eftir velgengni hátíðarinnar 2022

 
 


Iceland Airwaves þarf vart að kynna til leiks hér á landi, en hátíðin kom til baka með látum árið 2022 eftir að hafa legið í covid-dvala síðan 2019. Nú tilkynnir Iceland Airwaves hátíðin í samstarfi við ÚTÓN og Íslandsstofu að fjögur íslensk tónlistaratriði sem koma fram á SXSW hátíðinni sem haldin verður í Austin, Texas nú í mars. SXSW hátíðin er bæði tónlistarhátíð sem og stór alþjóðleg ráðstefna fyrir nýjustu strauma í kvikmyndum, tækni, og fjölmiðlun. 

Á Iceland Airwaves tónleikum á SXSW í Austin koma fram bæði Eydís Evensen og Árný Margrét, en þótt þær séu báðar nýjar á sjónarsviðinu hafa þær hlotið mikið lof erlendis; LÓN sem er nýtt verkefni hinna ástsælu tónlistarmanna Valdimars Guðmundssonar (úr hljómsveitnni Valdimar), Ásgeirs Aðalsteinssonar og Ómars Guðjónssonar og hefur vakið verðskuldaða athygli erlendis sérstaklega á meðal aðdáenda þjóðlagatónlistar; sem og ástæla partýbandið Vök sem pökkuðu Listasafnið, þegar þau stigu þar á stokk í nóvember síðastliðin á Iceland Airwaves.  

Sérstaða Iceland Airwaves hefur verið að bóka tónlistarfólk og flytjendur á meðan þau eru enn upprennandi en springa svo út og verða að risastórum nöfnum, eins og fjölmörg dæmi sanna – Gott dæmi um það var þegar Iceland Airwaves hélt síðast tónleika á SXSW 2013 en þá komu þar fram Ólafur Arnalds, Ásgeir Trausti, og Sóley. Iceland Airwaves kemur til baka tvíefld eftir faraldurinn og miðar að því að sýna einvalalið okkar rísandi stjarna á alþjóðavettvangi. Record in Iceland, 25% endurgreiðslukerfi Íslands fyrir hljóðritanir sem fram fara á Íslandi, mun bjóða gestum í fordrykk fyrir tónleikana. 



Nánari upplýsingar má nálgast hér:

Upplifðu SXSW með playlistanum okkar Iceland Music Ethereal!

 
Iceland Music