ÚTÓN verður með bás á Jazzahead 2023

ÚTÓN verður með bás eins og á síðustu árum á Jazzahead! Ráðstefnunni 27 - 30 Apríl í Bremen. Jazzahead! er stærsta jazzráðstefna í Evrópu, oft kölluð „The Family Reunion of Jazz“. Þar koma saman tónlistarmenn, útgáfufyrirtæki, auglýsingastofur, hátíðarframleiðendur, bókarar, útvarpsstöðvar, fjölmiðlafulltrúar og allskonar áhugafólk um jazz, í fjóra daga til að tengjast, uppgötva nýja hæfileika og njóta. Yfir 200 atriði koma fram fyrir 20.000 áhorfendur, þar af 3.500 bransafólk.

Hátíðin féll reyndar niður vegna pestar árin 2020 og 2021 en tók sig aftur upp í fyrra og verða nú u.þ.b. 6 verkefni frá Íslandi sem skilgreina sig sem jazztónlist, með aðstöðu á íslenska básnum og vinna í kynningum og tengslamyndun fyrir sig á meðal þeirra fyrirtækja, jazzhátíða og ýmissa aðila sem sækja ráðstefnuna heim.

Engin íslensk atriði verða með tónleika að þessu sinni en bæði ADHD, Sunna Gunnlaugs, Scott McLemore og Einar Valur Scheving hafa leikið með sín verkefni inni á hátíðinni á síðustu árum.

Jazzhátíð Reykjavíkur hefur einnig reglulega viðvist og ÚTÓN hefur verið að kynna bæði Record in Iceland endurgreiðslukerfið fyrir hljóðritun á íslandi, og lagalista Iceland Music og þá einkum Iceland Music Jazz listann.

Endilega látið starfsfólk ÚTÓN vita ef þið hafið áhuga á að vera með í hópnum sem fer út.

Finnið netföng og fleira hér>>

Iceland Music