ÚTÓN fer á Sónar í Barcelona júní 2023
ÚTÓN ætlar að vera með kynningu á Record in Iceland verkefninu á Sónar hátíðinni í Barcelona þann 15-17 Júní næstkomandi. Sónar er ein sterkasta hátíð og ráðstefna í raftónlistarsenunni í Evrópu, og er því frábært tækifæri fyrir tónlistarfólk og/eða fagaðila í þeim bransa að kynna sín verkefni þar. Við erum einnig að leita að áhugasömum fagaðilum sem eiga erindi inn á Sónar til þess að koma með okkur.
Ferðin er ætluð þeim sem hafa áhuga á að tengjast inn í bransahliðina, en stór hluti hátíðarinnar er ráðstefnuhlutinn sem kallast Sónar+D. Einnig er sýningarhluti þar sem fyrirtæki og fagaðilar kynna sínar vöru og þjónustu.
Íslenskir fagaðilar og/eða tónlistarfólk sem hefur áhuga á að fara með til Sónar hafa tækifæri á að fá sérstakt afsláttarverð á ráðstefnupassa, gistingu og aðgang að tengslamyndunarviðburðum.
DAGSETNINGAR:
Ráðstefnan er 15- 17 Júní, 2023.
HVAÐ FELST Í SÓNAR+D MIÐA?
Aðgangur á tónlistarhátíðina Sónar (bæði Sónar by Day og Sónar by Night)
Aðgangur á ráðstefnuhlutanum Sónar+D
Skráning í ráðstefnubakendann þar sem hægt er að tengjast öðrum ráðstefnugestum
Fyrirlestrar, námskeið og fleiri fræðsluviðburðir
Sónar+D býður upp á einstakt, opið og afslappað umhverfi þar sem hægt er að uppgötva byltingarkenndar tækninýjungar, tækifæri, og standa á mótum lista og vísinda í umhverfi sem þúsundir sækja ár eftir ár.
Eftir dag af fróðleik byrjar Sónar by night þar sem uppkomandi tónlistarmenn evrópu spila fram að sólarupprás. Þar á meðal eru Little Simz, Bad Gyal, Aphex Twin, Solomun og Peggy Gou.
Ef þið hafið áhuga á að vera með í hópnum, endilega setjið nafnið ykkar inn í formið og Leifur Björnsson sem fer fyrir hönd ÚTÓN hefur samband.