Record in Iceland á Tallinn Music Week
Tallinn Music Week (TMW) er ein vinsælasta nýja tónlistar- og borgarmenningarhátíðin í Evrópu, og er að verða lykilviðburður fyrir fagfólk í tónlist og menningariðnaðinum. Hátíðin hefur verið haldin árlega í höfuðborg Eistlands, Tallinn, síðan 2009 en hún samanstendur af þremur aðaldagskrárþáttum: showcase hátíð, tónlistariðnaðarráðstefnu og borgarhátíð. Þetta árið tekur Leifur Björnsson þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni fyrir hönd Iceland Music og Record in Iceland.
TMW býður gestum upp á fjölþættar tónlistarstefnur frá allri Evrópu og víðar, á bestu tónleikastöðum Tallinn. Tónlistarprógram TMW er þekkt fyrir djarfa blöndu af einstökum hæfileikum, frá því tilraunakennda yfir í klassíkina. Breytt teymi eistneskra og alþjóðlegra fagaðila fer yfir umsóknir og setur dagskránna saman fyrir um 15.000 gesti og 1.000 fagaðila í tónlistarbransanum víðsvegar að úr heiminum.
TMW verður núna um helgina 10 - 14 maí, 2023