SUMARPARTÝ ÚTÓN // ICELAND MUSIC SUMMER PARTY

 

Fimmtudaginn 24 ágúst klukkan 17:00 bjóðum við bæði tónlistarfólki og fagaðilum innan tónlistariðnaðarins í sannkallað SUMARPARTÝ ÚTÓN, þar sem umræðuefnið verður einfaldlega útflutningur á tónlist. Sérstök áhersla verður lögð á hvernig má nýta sér þann vettvang sem svokallaðar 'showcase' hátíðir bjóða upp á.

Það verður sannkölluð ‘back-to-school’ stemning í sólinni í Petersen svítunni þar sem við munum ræða allt frá því hvernig er best að gera sig klár í útflutning (‘export ready’) yfir í hvernig á að snúa sér í þáttöku á erlendum hátíðum (e. showcase) sem geta opnað dyr inn í alþjóðlega tónlistarbransann.

Showcase hátíðir eru þess eðlis að þær bóka dagskrá sína með nýju tónlistarfólki sem getur þá vonandi nýtt sér viðburðinn sem stökkpall í að skapa sér feril í tónlist. Við fáum að heyra fra viðmælendum hvernig tónlistarfólk getur best undirbúið sig til að nýta sér þann vettvang á sem markvissastan hátt.

Svo hvetjum við ykkur öll til að staldra við og spjalla eftir formlega dagskrá –– njóta þess að vera í sólinni (sem við erum búin að panta!) og tengjast við músík-kollega og aðra viðstadda

DAGSKRÁ:


17:00: Kynning frá ÚTÓN á hvernig á að gera sig klár í útflutning


17:30: Kynning frá Oscar Strein frá Eurosonic, einni stærstu 'showcase' hátíð Evrópu


18:00: Pallborðsumræður un hvernig má best nýta sér vettvanginn sem 'showcase' hátíðir bjóða upp á.
Viðmælendur: Jófríður Ákadóttir – JFDR, Grímur Atlasson – Umboðsmaður og tónleikahaldari, Sindri Ástmarsson – Umboðsmaður og bókari


19:00 Sumarpartý stemning hefst á Petersen-svölunum

SPEAKERS:

Sindri Ástmarsson Sindri er dagskrástjóri Iceland Airwaves hátíðarinnar og fyrrum umboðsmaður fjölda tónlistarmanna. Sindri hefur einnig unnið ráðgjafastörf innan tónlistarbransans undanfarin ár fyrir bæði innlenda og erlenda aðila. Sindri hefur mikla sérþekkingu á showcase hátíðum og hefur heimsótt þær flestar. Sindri kemur einni reglulega fram á ráðstefnum í kringum showcase hátíðir og vinnur náið með öðrum evrópskum hátíðum. Sindri hefur einnig reynslu á því að fara á showcase hátíðir sem umboðsmaður en skjólstæðingar hans áttu á sínum tíma mjög góða tónleika á showcase hátíðum.

Grímur Atlason hefur komið að tónlist og viðburðahaldi með einum eða öðrum hætti frá árinu 1987. Hann hefur verið í hljómsveitum, haldið tónleika, verið umboðsmaður og skipulagt ótal minni og stærri viðburði af ýmsum toga. Hann var framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar á árunum 2010 til 2018 og kom að stofnun og utanumhaldi Innipúkans fyrstu sex ár þeirrar hátíðar. Grímur hefur á þessum árum sótt bransahátíðir út um allan heim sem umboðsmaður, tónleikahaldari, skipuleggjandi hátíða og sem stórnotandi tónlistar.

Jófríður Ákadóttir is an Icelandic singer, songwriter, composer and multi-instrumentalist known as JFDR and is a founding member of the musical groups Samaris and Pascal Pinon. She has performed and recorded with numerous other musicians and has also composed music for film and television.

Oskar Strajn is one of the bookers of ESNS (Eurosonic Noorderslag), Europe’s largest live music industry event based in Groningen, the Netherlands. He works closely with the Music Moves Europe Awards, the yearly music awards given during the festival every year, as well as the ESNS Radar&Analytics coordinator.

 

PROGRAM:


17:00: Presentation from Iceland Music 'get export ready'


17:30: Presentation by Oscar Strein from Eurosonic, one of Europe's biggest showcase festivals


18:00: Panel discussions on how to best use the platform that 'showcase' festivals offer.
Interviewees: Jófríður Ákadóttir – JFDR, Grímur Atlasson – Manager and Booker, Sindri Ástmarsson – Manager and Booker


19:00 Summer party begins on the Petersen balcony

---- ENGLISH -----


We invite both artists and industry professionals to Iceland Music's SUMMER PARTY, where the topic will simply be 'music export', with a special focus on how to make the most of showcase festivals.

It will be a real 'back-to-school' atmosphere where we'll discuss everything from how to best get ready for export ('export ready') to how to use showcase festivals to open doors to the international music business.

The aim of festivals of these kinds is to -showcase- new talent. When executed well, these types of events can serve as a springboard to creating a career in music. We'll ask the speakers how artists can best prepare themselves to use that platform effectively.

So we encourage you all to hang out after the program concludes –– enjoy the balcony sun (which we have reserved!) and connect with fellow artists and attendees

 
 
Iceland Music